Á myndinni eru frá vinstri : Hulda Einarsdóttir, Ólafur Stefánsson,Guðmundur Gíslason ,Guðný Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson og Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri.
Þann 20. ágúst 2019 voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar í 21. sinn.
Verðlaunin eru veitt árlega þeim aðilum sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir.
Að þessu sinni voru veittar þrjár viðurkenningar.
Tveir heimilisgarðar, einn á Borðeyri og einn á Hvammstanga og einn sveitabær+fyrirtækjarekstur
Hlíðarvegur 22, Hvammstanga fyrir snyrtilega og fallega einkalóð. Eigendurnir Guðmundur Gíslason og Margrét Jóhannesdóttir hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi.
Lyngbrekka Borðeyri fyrir snyrtilega og fallega einkalóð. Eigendurnir Guðný Þorsteinsdóttir og Sveinn Karlsson hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu umhverfi.
Reykir Hrútafirði fyrir snyrtilega landareign ásamt blómlega ræktun sumarblóma. Eigendurnir Hulda Einarsdóttir og Ólafur H. Stefánsson hafa hugað vel að landareign sinni og sumarblómaræktun sem ber þeim vott um atorku og umhyggju fyrir fallegu umhverfi.