Viðurkenningarhafar ásamt umhverfisnefnd og sveitarstjóra.
Árlega veitir Húnaþing vestra þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Kallað er eftir tilnefningum íbúa og nefnd vegna umhverfisviðurkenninga sem skipuð af sveitarstjórn sér um valið.
Í nefndinni frá 2022 sitja; Birgir Þór Þorbjörnsson, Fríða Marý Halldórsdóttir og Borghildur H. Haraldsdóttir.
Umhverfisviðurkenningar ársins 2024 voru veittar þann 26. september 2024 á Sjávarborg.
Eigendum eftirtalinna eigna var veitt viðurkenning:
Mýrar 3 - lóð, eigendur Guðrún Hálfdánardóttir og Gunnulaugur Guðmundsson. Viðurkenning veitt fyrir snyrtilega lóð við íbúðarhús í dreifbýli. Lóðin er smekklega hönnuð með gróðurhúsi, heitum potti og skjólveggjum ásamt vel hirtum gróðri. Fegrar garðurinn ásýnd svæðisins og sýnir hve annt eigendum er um umhverfi sitt.
Teigagrund 6, Laugarbakka, eigendur Pálína Fanney Skúladóttir og Hörður Gunnarsson. Viðurkenning veitt fyrir einstaklega fallega útfærða og hirta lóð fyrirtækis. Lóðin er skjólgóð með vel hirtum trjábeðum og flöt, heitum potti og gufubaði er haganlega fyrir komið. Ber lóðin öll eigendum gott vitni um virðingu fyrir umhverfi sínu.
Hvammstangabraut 27, eigendur Sesilía Helga Magnúsdóttir og Kristinn Björnsson. Viðurkenning fyrir snyrtilega lóð við íbúðarhús. Lóðin er afar vel hirt og augljós natni eigenda bæði við gróður og aðrar skreytingar. Lóðin gefur götumyndinni fallegan svip og ber eigendum gott vitni um snyrtimennsku og umhyggju fyrir umhverfi sínu.
Viðurkenningarhöfum er óskað til hamingju með viðurkenninguna.
Nánari upplýsingar um umhverfisviðurkenningar og viðurkenningarhafa liðinna ára er að finna hér.