Umsögn byggðarráðs Húnaþings vestra um frumvarp til laga um lagareldi

Umsögn byggðarráðs Húnaþings vestra um frumvarp til laga um lagareldi

Á 1213. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var fjallað um beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um lagareldi, 930. mál. Í umsögninni fagnar ráðið því að friðunarsvæði til verndar villtum laxi séu með frumvarpinu færð í lög. Gerir ráðið að öðru leyti þríþættar athugasemdir viðframlagt frumvarp. Í fyrsta lagi hvað varðar gildistíma rekstrarleyfa, í öðru lagi varðandi kostnað vegna leitar og veiða á strokulaxi og í þriðja lagi fer ráðið þess á leit við atvinnuveganefnd að í frumvarpið verði skrifað ákvæði um að innan 10 ára verði ræktun á kynþroska laxi óheimil. Með því síðastnefnda megi minnka áhættu sem villta laxastofninum stendur af eldinu.

Umsögn byggðarráðs í heild sinni er að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?