Undirritun samnings um móttöku flóttafólks

Undirritun samnings um móttöku flóttafólks

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri undirrituðu í gær samning vegna móttöku kvóta flóttafólks frá Sýrlandi.  Fimm sýrlenskar fjölskyldur komu til Hvammstanga í vikunni, samtals 23 einstaklingar. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Undirbúningur vegna komu fólksins hefur staðið yfir frá því í janúar sl. og gengið vel. 

Sjá fréttabréf frá 30. apríl sl.

Nýju íbúarnir sóttu námskeið um íslenskt samfélag, réttindi og skyldur í Beirút. Námskeiðið héldu íslensk stjórnvöld í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) og var liður í því að undirbúa fólkið undir það að flytjast til Íslands. 

Mikil tillhlökkun er hjá íbúum Húnaþings vestra vegna komu þeirra og eru þau boðin hjartanlega velkomin.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?