Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin dagana 22-25. júlí 2015

Undirbúningur er nú hafinn fyrir unglistahátíðina Eldur í Húnaþingi 2015.

Hátíðin verður haldin dagana 22.-25. júlí n.k.  Vinnuhópur hefur verið skipaður sem mun ásamt framkvæmdarstjóra annast undirbúning og skipulagningu hátíðarinnar.

Eldur í Húnaþingi hefur skipað sér fastan sess í samfélaginu okkar undanfarin ár.

Fyrsta hátíðin var haldin árið 2003 og þetta er því 13. unglistarhátíðin sem haldin verður í sumar.

 

Framkvæmdarstjóri Elds í Húnaþingi 2015 er Sigurvald Ívar Helgason.

Var efnið á síðunni hjálplegt?