Upprekstur búfjár í Kirkjuhvamm

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ákveðið að heimila upprekstur búfjár í Kirkjuhvamm árið 2012 skv. eftirfarandi: Sauðfé frá og með 4. júní n.k. og hrossum frá og með 22. júní 2012. Heimild þessi er gerð í samræmi við úttekt Landgræðslu ríkisins á gróðurfari og beitarþoli jarðarinnar. Þeir íbúar sem lögheimili eiga á því svæði sem áður tilheyrði Hvammstanghreppi og hyggjast nýta sér þessa heimild til upprekstrar þurfa að tilkynna það skriflega til skrifstofu Húnaþings vestra og tilgreina jafnframt fjölda búfjár sem sleppt verður í Kirkjuhvamm.

Skrifstofustjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?