ÚTBOÐ

ÚTBOÐ

Umhverfissvið Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í verkin:
• „Ljósleiðari Hrútafjörður austur 2021 - VINNUÚTBOГ
• „Ljósleiðari Heggstaðanes 2021 - VINNUÚTBOГ

Ljósleiðari Hrútafjörður austur 2021 - VINNUÚTBOÐ
Umhverfissvið Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í Hrútafirði austanverðum. Um er að ræða plægingu á 18,5 km af ljósleiðarastrengjum og tengingum við um 14 hús.

Ljósleiðari Heggstaðanes 2021 - VINNUÚTBOÐ
Umhverfissvið Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara á Heggstaðanesi. Um er að ræða plægingu á 10,9 km af ljósleiðarastrengjum og tengingu við 2 hús.
-------------
Verkunum skal að fullu lokið fyrir 29. september 2021.
Útboðsgögn verða seld á kr. 10.000 hjá umhverfissviði Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, Hvammstanga frá og með þriðjudeginum 25. maí nk. Sími 455-2400, netfang skrifstofa@hunathing.is. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi. 

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut 5, Hvammstanga fimmtudaginn 3. júní kl. 11:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?