Úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á 1237. fundi byggðarráðs sem haldinn var 10. febrúar sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Alls bárust 6 umsóknir og sótt var um alls kr. 8.470.000. Til úthlunar voru kr. 2.500.000 sem er hækkun um 500 þúsund frá fyrra ári. Að loknu mati á umsóknum samþykkti byggðarráð að veita eftirtöldum verkefnum styrk:

  • Sigrún Davíðsdóttir, Saunasetrið kr. 450.000, vegna kaupa og uppsetningar á færanlegum sánaklefa.
  • Greta Ann Clough, Hret víngerð kr. 500.000, vegna framleiðslu á ávaxtavíni.
  • Vettvangur íþrótta, Betri nýting bættur hagur, kr. 150.000 í markaðsátak vegna mótakerfisins League Manager.
  • Selasetur Íslands, kr. 600.000, vegna lokaáfanga þróunar selaskoðunar í sýndarveruleika.
  • Framhugsun, Rabarbaron, kr. 800.000 vegna verkefnis um framleiðslu á rabarbara sem ræktaður er í myrkri.

Stykþegum er óskað til hamingju með styrkina og óskað góðs gengis í vinnslu verkefnanna.

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra var stofnaður árið 2014. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt nýsköpunarverkefni í Húnaþingi vestra alls um ríflega 20 milljónir. Úthlutun fer fram í upphafi árs ár hvert og verður næst auglýst eftir styrkjum í janúar 2026.

 

Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?