Við Sigríðarstaðaós. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.
Á haustdögum 2023 var framkvæmd íbúakönnun á vegum Háskólans á Bifröst. Í könnuninni var fólk m.a. beðið um að koma með hugmynd að slagorði fyrir Húnaþing vestra sem lýsti kjarna samfélagsins og hægt væri að nota í kynningarskyni. Nokkrar tillögur bárust og hafa nú verið valdar fimm sem íbúar eru beðnir um að kjósa um. Einnig er hægt að koma með nýja hugmynd.
Hugmyndirnar eru:
- Húnaþing vestra - heimkynni hamingjunnar.
- Húnaþing vestra - lifandi samfélag.
- Húnaþing vestra - höfðingi heim að sækja.
- Húnaþing vestra - allt til alls.
- Húnaþing vestra - þar sem gott er að vera.
Svaraðu könnuninni hér.
Slagorðin hafa öll skírskotun til niðurstaðna rannsókna sem hafa leitt í ljós að íbúar í Húnaþingi vestra virðast ánægðari með sveitarfélagið sitt en íbúar þeirra sveitarfélaga sem við berum okkur saman við. Íbúar eru skv. könnunum einnig ánægðir með menningarlíf og afþreyingu í sveitarfélaginu. Jafnframt eru íbúar einnig skv. könnunum ánægðir með þjónustuframboð í sveitarfélaginu.
Þau sem vilja geta skráð netfang sitt og verður dregið úr innsendum svörum um gjafakort upp á 10 þús. kr. á einhvern þeirra framúrskarandi veitingastaða sem er að finna í sveitarfélaginu.
Niðurstöður íbúakönnunar frá 2020 og skýrslur um efnið til upplýsingar:
Niðurstöður íbúakönnunar 2020 - íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða.
Margur er knár þó hann sé smár - hvað útskýrir ólíka útkomu úr íbúakönnun sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala- og V-Húnavatnssýslu.
Sínum augum lítur hver á silfrið - búsetuskilyrði og blæbrigði þeirra í hugum íbúa.