Veitustjóri Húnaþings vestra

Veitustjóri Húnaþings vestra

Laust er til umsóknar starf veitustjóra sveitarfélagsins Húnaþings vestra.

Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf veitustjóra Húnaþings vestra.  Starfið tilheyrir umhverfissviði en heyrir beint undir sveitarstjóra.  Veitustjóri ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn í öllum störfum sínum og ákvörðunum.

Starfssvið:

  • Ber ábyrgð á framkvæmdum og rekstri hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu en vinnur jafnframt að öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við rekstrarstjóra
  • Er yfirmaður annarra starfsmanna veitna
  • Vinnur að undirbúningi fjárhagsáætlana fyrir veitur í samvinnu við framkvæmdaráð og aðra starfsmenn sveitarfélagsins eftir því sem við á
  • Hefur eftirlit með ástandi veitukerfa og tryggir viðhald þess
  • Ber ábyrgð og eftirlit með öryggismálum sem snerta veitur
  • Verkefnastjórn sérverkefna, s.s. ljósleiðara
  • Stefnumótun veitumála sveitarfélaginu í heild í samstarfi við sveitarstjórn og sveitarstjóra
  • Samskipti og upplýsingagjöf til viðskiptavina og íbúa sveitarfélagsins

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun og/eða tæknimenntun er æskileg
  • Reynsla á sviði veitna og  framkvæmda er nauðsynleg
    Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðaráætlunum
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
  • Forystu- og skipulagshæfileikar
  • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð tölvukunnátta

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst.

Umsóknir skulu berast á netfangið rjona@hunathing.is.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í síma 455-2400

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?