Vel sóttur upplýsingafundur

Vel sóttur upplýsingafundur

Fjölmennur upplýsingafundur vegna móttöku flóttamanna var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga í gær en um 140 manns mættu.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 13. desember sl. að taka á móti 25 flóttamönnum frá Sýrlandi sem dvalist hafa í flóttamannabúðum í Líbanon sl. 4 – 5 ár.  Fólkið er væntanlegt til landsins í apríl/maí. 

Fundurinn byrjaði á kynningu frá Guðnýju Hrund Karlsdóttur sveitarstjóra.  Næst fjallaði Linda Rós Alfreðsdóttir sérfræðingur frá félagsmálaráðuneytinu um verkefnið almennt og reynslu sl. 10 ára.  Þá sagði Linda Dröfn Gunnarsdóttir verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks á Vestfjörðum frá sinni reynslu og  Nína Helgadóttir verkefnastjóri flóttamannamála hjá Rauða krossinum sagði frá hlutverki Rauða krossins.   Að lokum deildi Hussain Almamou flóttamaður frá Sýrlandi reynslu sinni en hann kom til Akureyrar árið 2016. 

Eftir að framsögum lauk var opnað fyrir spurningar úr sal.  Góðar spurningar og ábendingar komu fram sem eiga eftir að nýtast við undirbúning verkefnisins.    

 

_

Var efnið á síðunni hjálplegt?