Verkefnastjóri stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála

Verkefnastjóri stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála

Húnaþing vestra leitar að drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála á fjármála- og stjórnsýslusviði sem vinnur þvert á öll svið sveitarfélagsins. Um fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf er að ræða hjá sveitarfélagi í sókn.

Starfið krefst færni á ýmsum sviðum, m.a. á leiðum til kynningar- og miðlunar, umsjón viðburða, styrkjaumhverfi, stjórnsýslu, o.m.fl. Um 100% starf er að ræða og er næsti yfirmaður verkefnastjóra sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.
  • Undirbúningur greinargerða, minnisblaða, umsagna, samantekta og kynningarefnis.
  • Verkefnastjórnun þvert á svið sveitarfélagsins.
  • Styrkjaumsóknir.
  • Umsjón með skipulagningu viðburða á vegum sveitarfélagsins.
  • Undirbúningur funda, nefnda og ráða.
  • Ábyrgð á almennum fyrirspurnum, svörun erinda í kjölfar afgreiðslu nefnda og ráða og þjónusta við viðskiptavini. 
  • Aðstoð við gagnaöflun vegna fjárhagsáætlunar.
  • Skjalavinnsla, símsvörun og þjónusta við íbúa.
  • Samskipti við ýmsa hagsmunaaðila.
  • Önnur tilfallandi sérverkefni s.s. á sviði atvinnumála, gagnaöflunar, áætlana- og skýrslugerðar.


Menntunar-og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskipta, markaðsfræði, lögfræði eða fjármála, framhaldsmenntun er kostur.
  • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu, fjármálum sveitarfélaga og gæðamálum er kostur.
  • Þekking og reynsla af styrkjaumsóknum, verkefnastjórnun og áætlanagerð er kostur.
  • Þekking og reynsla af notkun heimasíðukerfa og helstu samfélagsmiðla við efnismiðlun ásamt þekkingu á framsetningu kynningarefnis er skilyrði.
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni í framsetningu tölulegra gagna.
  • Gott vald á íslenskri tungu í mæltu og rituðu máli.
  • Hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu og færni.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Brennandi áhugi á samfélagsuppbyggingu er skilyrði.

Ofangreindar menntunar- og hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð.

 

 

Um Húnaþing vestra: 

Húnaþing vestra er afar vel staðsett, miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins.

Heildarfjöldi íbúa er um 1260 og hefur farið vaxandi undanfarin ár. Uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið allnokkur síðustu ár og áform uppi um áframhaldandi húsnæðisuppbyggingu. Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag með hátt þjónustustig, metnaðarfullt leik-, grunn- og tónlistarskólastarf ásamt því að rekin er dreifnámsdeild frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á staðnum. Gott framboð er af íþrótta-og tómstundastarfi sem er í sífelldri þróun.

Sveitarfélagið er útvistarparadís, sundlaugin á Hvammstanga er fyrsta flokks, einnig er þar íþróttahús með þreksal og er félagsstarf afar fjölbreytt. Blómlegt menningarlíf er til staðar, kórar, leikflokkur, alþjóðlegt brúðuleikhús, menningarfélag o.fl. Hjá sveitarfélaginu starfa um 120 manns.

 

Nánari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.hunathing.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsókna og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfið. Launakjör taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.Í samræmi við jafnréttisáætlun sveitarfélagsins eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Var efnið á síðunni hjálplegt?