Viðhald girðinga meðfram vegum

Viðhald girðinga meðfram vegum

Landeigendur eru minntir á að tilkynna til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400 eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is þegar viðhaldi girðinga með stofn- og tengivegum er lokið, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 825/2017. 

Tilkynna skal fyrir 10. október nk. Gefa skal upp nafn, kennitölu og reiknisnúmer þess sem móttekur greiðslu.

Einnig eru sveitungar hvattir til að hirða plast af girðingum. Hrein og falleg ásýnd sveitarinnar er mikilvæg bæði fyrir íbúa og gesti.

 

Framkvæmda-og umhverfissvið Húnaþing vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?