Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni.
Vinnuskólinn hefst 7. júní.
Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags og frá klukkan 8:30-12:00 á föstudögum.
Verkbækistöð er að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Verið er að skoða möguleika varðandi starfsstöð á Borðeyri, líkt og síðustu ár.
Laun og vinnutímabil;
Aldur: Ungmenni fædd árið 2000 (10.b)
Vinnutímabil: 8-10 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 770,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2001 (9.b)
Vinnutímabil: 7 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 625,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2002 (8.b)
Vinnutímabil: 5 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi: 530,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2003 (7.b)
Vinnutímabil: 4 vikur. (hálfan daginn)
Laun: tímalaun m/orlofi: 440,00 kr.
Bréf verður sent til þeirra sem skráð sig hafa í vinnuskólann með nánari upplýsingum á næstu dögum.
Sláttuhópur 2016
17 ára og eldri
Húnaþing vestra hefur ráðið ungmenni 17 ára og eldri til að starfa í svokölluðum sláttuhóp. Vinnan felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins, auk þess að sinna lóðaslætti fyrir örorku- og ellilífeyrisþega undir stjórn flokkstjóra. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og annað tilfallandi, ef svo ber undir.
Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra