Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 6. júní nk. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags, á föstudögum lýkur vinnu kl. 12:00.
Verkbækistöð verður í vinnuskólahúsinu að Norðurbraut 14, Hvammstanga.
Mikilvægt er að ungmenni og foreldrar kynni sér reglur og fyrirkomulag vinnuskólans sem má finna á þessari slóð; https://www.hunathing.is/is/thjonusta/umhverfismal/vinnuskoli
Bréf til þeirra sem skráðu sig í vinnuskólann eru á leiðinni í pósti.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2002 (10.b)
Vinnutímabil: 8-10 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 838,00 kr. Hafa einnig kost á að starfa í sláttuhóp þar sem greitt er eftir kjarasamningi.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2003 (9.b)
Vinnutímabil: 7 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 683,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2004 (8.b)
Vinnutímabil: 5 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi: 580,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2005 (7.b)
Vinnutímabil: 4 vikur. (hálfan daginn)
Laun: tímalaun m/orlofi: 486,00 kr.
Ína Björk Ársælsdóttir
Umhverfisstjóri Húnaþings vestra
Netfang: umhverfisstjori@hunathing.is