Vinnuskólinn 2015
13-16 ára ungmenni
Húnaþing vestra mun starfrækja vinnuskóla í sumar fyrir 13-16 ára ungmenni. Vinnuskólinn hefst 8. júní. Vinnutími er frá klukkan 8:30-12:00 árdegis og 13:00-16:00 síðdegis, frá mánudegi til fimmtudags og frá klukkan 8:30-12:00 á föstudögum. Verkbækistöð er að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Mögulega verður starfsstöð á Borðeyri, líkt og síðustu ár.
Umsækjendur hafa þess kost að aðstoða við leikjanámsskeið yngri barna í júní, ef þeir óska eftir því við innritun.
Aldur: Ungmenni fædd árið 1999 (10.b)
Vinnutímabil: 8-10 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 700,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2000 (9.b)
Vinnutímabil: 7 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi 565,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2001 (8.b)
Vinnutímabil: 5 vikur.
Laun: tímalaun m/orlofi: 480,00 kr.
Aldur: Ungmenni fædd árið 2002 (7.b)
Vinnutímabil: 4 vikur. (hálfan daginn)
Laun: tímalaun m/orlofi: 400,00 kr.
Vikufrí.
Vikuna 6. - 10. júlí mun vinnuskólinn stöðvast alveg og verða því allir í fríi þá daga.
Innritun
Innritun í vinnuskólann fer fram í Ráðhúsinu, Hvammstanga og í síma 455-2400 og eru umsækjendur hvattir til að innrita sig sem fyrst og eigi síðar en 20.maí n.k. Við innritun þarf að gefa upp bankaupplýsingar. 16. ára ungmenni þurfa að skila inn skattkorti við upphaf vinnu.
Sláttuhópur 2015
17 ára og eldri
Húnaþing vestra hefur ráðið ungmenni 17 ára og eldri til að starfa í svokölluðum sláttuhóp. Vinnan felst aðallega í því að vinna með sláttuvélar og vélarorf á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins, auk þess að sinna lóðaslætti fyrir örorku- og ellilífeyrisþega undir stjórn flokkstjóra. Þá er einnig unnið við almenn garðyrkjustörf og annað tilfallandi, ef svo ber undir.
Um er að ræða sumarstarf frá byrjun júní og fram í ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2015. hægt er að senda umsóknir á ina@hunathing.is
Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri Húnaþings vestra