Vorhátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

 

Margt er í boði á vorhátíð og þar má fyrst nefna kaffihús 9. bekkinga í matsal. Kaffihúsið er upphaf fjáröflunar fyrir útskriftarferð 10. bekkjar að ári svo allir eru hvattir til að koma við og fá sér kaffi og meðlæti. Kaffið kostar 500 kr. og athugið að ekki er tekið á móti kortum. Foreldrar eru minntir á að ef nemendur hyggjast fá sér hressingu á kaffihúsinu þá þarf að greiða fyrir það 500 kr.

 

Margt verður á boðstólum í og við skólann; hoppukastali, andlitsmálun, kaffihús, sýningar í stofum, þrautabraut í íþróttahúsi, boltar, snúsnúbönd, húllahringir, kajak í sundlauginni og fl.

 

 

Nemendur mæta kl. 11:30 í skólann á Hvammstanga í grillaðar pylsur kl. 12:00.

(Opið er fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar í gæslu frá kl. 8:00)

Vorhátíðin stendur til kl. 15:00 og skólabílar aka heim kl. 15:15 þegar frágangi er lokið. Nemendur fara því ekki heim fyrr en skóladegi er lokið kl. 15:15

 

Dagskrá vorhátíðar

Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur sérstaklega hvött til að koma og taka þátt í deginum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?