Íbúðir

Þroskahjálp hefur um árabil boðið fötluðum börnum af landsbyggðinni og aðstandendum þeirra að nýta sér gistiaðstöðu á vegum samtakanna þegar sækja þarf þjónustu í höfuðborgina vegna fötlunar þeirra. Eftir að hafa endurnýjað húsnæðið getum við nú aftur boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu.

Nýtt gistiheimili er til húsa í Engjaþingi 5-7 í Kópavogi, falleg, fullútbúin og aðgengileg íbúð í litlu fjölbýli á fallegum stað rétt ofan við Elliðavatn. Íbúðin er búin fjórum rúmum, þ.a. einu sjúkrarúmi. Íbúðin er lánuð einni fjölskyldu í senn, endurgjaldslaust.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga leggur til styrk vegna þessarar þjónustu Þroskahjálpar.

Til að fá húsnæðið lánað eða fá frekari upplýsingar má senda póst á netfangið throskahjalp@throskahjalp.is

https://www.throskahjalp.is/is

Einnig er Umyggja með íbúð:

https://www.umhyggja.is/is/um-felagid/palinukot-ibud-i-reykjavik

Var efnið á síðunni hjálplegt?