Liðveisla

Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi.

Liðveisla er veitt fötluðum börnum frá 6 ára aldri, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum.

Börn á aldrinum 6 - 17 ára sem eiga í erfiðleikum sem jafna má við fötlun og eru félagslega einangruð geta einnig átt rétt á félagslegri liðveislu.

Hámark liðveislutíma skal að jafnaði vera 30 tímar á mánuði fyrir þá sem búa í heimahúsum og 5 tímar fyrir íbúa á sambýlum/þjónustuíbúðum. Heimilt er að greiða útlagðan kostnað fyrir liðsmann vegna liðveislu en þjónustuþegi greiðir eigin útgjöld. Akstur skal að hámarki vera 150 km á mánuði og annar útlagður kostnaður kr. 3.000 á mánuði.

Sótt er um leiðveislu hjá fjölskyldusviði Hvammstangabraut 5.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?