Verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands

Verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands

 

  1. Beiðni um persónuupplýsingar – einstaklingum leiðbeint með að sækja um eftir þeirri leið sem hvert sveitarfélag hefur ákveðið hjá sér (íbúagátt, tölvupóstur o.s.frv.).
  2. Beiðni berst – Sá starfsmaður, viðkomandi sveitarfélags, sem tekur á móti beiðninni hefur samband við yfirmann barnaverndar Mið-Norðurlands og skjalastjóra skagafjarðar. Yfirmaður barnaverndar afhendir beiðnina til úrvinnsluaðila viðkomandi sveitarfélags (eftir verklagsrelgum hvers sveitarfélags fyrir sig).
  3. Skjalastjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur saman gögnin í barnaverndarkerfinu sem hafa orðið til 2023 og síðar. Hann afhendir gögnin þeim starfsmanni sem á að sjá um úrvinnslu málsins. Eldri gögn tekur viðkomandi sveitarfélag til sjálft eftir sínum verklagsreglum.
  4. Úrvinnsluaðili fer yfir gögnin og undirbýr sig í samtal við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá hefur hann samband við persónuverndarfulltrúa og þeir finna fundartíma til að yfirfara gögnin. Ekkert yfirstrikað fyrirfram.
  5. Þegar gögnin eru tilbúin til afhendingar sendir úrvinnsluaðili gögnin rafrænt til persónuverndarfulltrúa.
  6. Persónuverndarfulltrúi sendir gögnin til viðkomandi einstaklings í ábyrgðarpósti eða eftir öruggum rafrænum leiðum og sendir skjalastjóra Skagafjarðar afrit af samskiptum ef einhver eru og afrit af bréfi meðfylgjandi gögnunum.

Meðferð beiðna um persónuupplýsingar skal afgreidd samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr 90/2018 sem nálgast má á vef Persónuverndar, personuvernd.is

Beiðnunum skal svara innan mánaðar en lengja má þann frest um tvo mánuði ef þörf er á.

1. september 2023

Kristín Jónsdóttir skjalastjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?