Afgreiðslur:
- 1905069 Lögð fram til kynningar fundargerð SSNV frá 14. maí s.l.
- 1905059 Lagt fram erindi Félagsheimilisins Hvammstanga dags. 13. maí s.l. Drög að samþykktum félagsins til kynningar og umfjöllunar. Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samþykktum fyrir Félagsheimilið Hvammstanga og þakkar stjórninni vel unnin störf.
- 1905067 Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna sem haldinn verður miðvikudaginn 29. maí n.k. kl 14:00 að Katrínartúni 2 í Reykjavík.
- 1905070 Lagt fram erindi frá sýslumanni dags. 10. maí s.l. en það er kynnt áskorun sýslumanna til stjórnvalda um eflingu sýslumannsembættanna sem miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði. Byggðarráð tekur undir áskorun sýslumanna og hvetur stjórnvöld til tryggja næga fjárveitingu til að efla megi embætti sýslumanna eins og stefnt var að með setningu laga nr. 50/2014.
- 1905014 Lögð fram umsókn um byggingarlóð undir einbýlishús að Lindarvegi 6 á Hvammstanga frá Margréti Hrönn Björnsdóttur og Hallgrími Sveini Sævarssyni. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Lindarvegur 6 á Hvammstanga.
- 1905071 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dags. 17. maí s.l.þar sem óskað er umsagnar skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Pálína Fanney Skúladóttir f.h. Jógahúss Pálínu ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Teigagrund 6, 531 Hvammstangi. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Samþykkt að taka á dagskrá:
7. 1905073 Lögð fram umsókn um byggingarlóð undir einbýlishús að Bakkatúni 6 á Hvammstanga frá Rúnari Kristjánssyni og Halldóri P. Sigurðssyni. Á 297. fundi sveitarstjórnar þann 12. apríl 2018 var umræddri lóð úthlutað, frestur til að skila inn fullnægjandi bygginganefndarteikningum rann út 12. október 2018 og er því sú úthlutun fallin úr gildi. Byggðarráð samþykkir því að endurúthluta lóðinni að Bakkatúni 6 til Rúnars Kristjánssonar og Halldórs P. Sigurðssonar
8. Lögð fram til kynningar drög að kaupsamningi milli Leigufélagsins Bústaðar hses. og Hoffells ehf. vegna kaupa á 6 íbúðum að Lindarvegi 5 á Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að á meðan á framkvæmdatíma stendur muni sveitarsjóður fjármagna framkvæmdirnar. Endurgreiðsla fer fram þegar framkvæmdatíma er lokið og lán Íbúðalánasjóðs og stofnframlög liggja fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.: 15:25