1002. fundur

1002. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn föstudaginn 31. maí 2019 kl. 09:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

 

1.      Lagt fram til kynningar drög að erindisbréfum veituráðs, félagsmálaráðs, fræðsluráðs, landbúnaðarráðs, skipulags- og umhverfisráðs og byggðarráðs. 

2.      1905085 Erindi frá ungmennaráði dags. 20. maí sl. um heimild til að nýta kr. 70.000 af ráðstöfunarfé ungmennaráðs til að styrkja viðburð á Eldi í Húnaþingi sem er sérstaklega ætlaður ungu fólki.  Fyrirhugað er að fá Sólborgu Guðbrandsdóttur til að koma á hátíðina og vera með fyrirlestur um samskipti, mörk, kynferðislega áreitni og jafnrétti.  Byggðarráð samþykkir beiðnina.

3.      1905091 Lögð fram til kynningar fundargerð 413. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands dags. 15. maí sl.

4.      1905086 Lagt fram aðalfundarboð Ámundakinnar ehf. sem haldinn verður 3. júní nk. í Eyvindarstofu á Blönduósi.  Byggðarráð skipar Ingveldi Ásu Konráðsdóttur sem fulltrúa Húnaþings vestra á fundinum, og sveitarstjóra til vara.

5.      1903035 Lagt fram til kynningar bréf frá EBÍ um úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2019 þar sem fram kemur að sveitarfélaginu var úthlutaður styrkur að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins „Heilsueflandi samfélag fyrir alla í Húnaþingi vestra“. 

6.      Tryggingar sveitarfélagsins.  Lögð fram til kynningar frumdrög samantektar tilboða í tryggingar sveitarfélagsins unnið af Consello.

7.      Landsáætlun 2018 – 2020 um uppbyggingu innviða vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar samkvæmt lögum, nr. 20/2016.  Ína Björk Ársælsdóttir  kemur inn á fundinn undir þessum lið.

8.      Ráðning skólastjóra tónlistarskóla.  Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fræðsluráðs.  Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Louise Price í starf skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra frá og með 1. ágúst nk.

9.      1904042 Tilboð í skólaakstur 2019/2020 – 2022/2023.  Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið.  Lögð fram og yfirfarin tilboð sem bárust í skólaakstur fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárin 2019/2020 til 2022/2023.  Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu leiða 4 og 5 til næsta fundar en taka lægstu tilboðum í aðrar leiðir sem eru eftirfarandi:   

Leið 1  Addi ehf., 143 kr./km
Leið 2  Addi ehf., 200 kr./km
Leið 3  Þorsteinn B. Helgason, 214,5 kr./km
Leið 6  Lag ehf., 158 kr./km
Leið 7  Lag ehf., 152 kr./km
Leið 8  Lag ehf.  155 kr./km
Í samræmi við ofangreint samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að tilkynna hlutaðeigandi ofangreindar afgreiðslur með formlegum hætti.

Samþykkt að taka á dagskrá:

10.  Sveitarstjóri segir frá því að Björn Bjarnason hafi verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra umhverfissviðs.   Björn  mun hefja störf 1. júlí nk.

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 10:59

Var efnið á síðunni hjálplegt?