1005. fundur

1005. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 1. júlí 2019 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

1.      Björn Bjarnason, nýr rekstrarstjóri umhverfissviðs mætir til fundar ásamt Unnsteini Andréssyni.  Farið yfir helstu verkefni, stöðu þeirra og undirbúning verkefna sem framundan eru s.s. hreystibraut, viðhald húsnæðis, bílaplan við leikskóla og viðbyggingu íþróttamiðstöðvar.

2.      Fundargerð 204. fundar félagsmálaráðs, dags. 26. júní sl. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 4 um reglur Húnaþings vestra varðandi aðkomu félagsþjónustunnar að samstarfi við lögreglu um viðbrögð við heimilisofbeldi.  Afgreiðsla félagsmálaráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.   
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

3.      Fundargerð 11. fundar veituráðs, dags. 26. júní sl.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

4.      1906051 Lögð fram til kynningar fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní sl.

5.      1807048  Lögð fram lokaskýrsla vegna styrkveitingar sem Þorvaldur Björnsson og Kristín Guðmundsdóttir fengu úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir verkefnið Skrúðvangur.  Byggðarráð samþykkir skýrsluna og að eftirstöðvar styrksins verði greiddar út.  

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 14:44

Var efnið á síðunni hjálplegt?