Afgreiðslur:
1. Rekstrarstjóri kemur inn á fundinn. Farið yfir helstu verkefni s.s. þakviðgerðir á Reykjaskóla, rúlluplan við hesthúshverfi, hreystibraut, lokafrágang við nýbyggingu íþróttamiðstöðvar, frágang við Garðaveg, málningarvinnu í grunnskóla, gámasvæði og girðingavinnu.
2. Lagðar fram umsóknir úr Húnasjóði 2019. Sex umsóknir bárust, þar af 5 sem uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum umsækjendum styrk úr Húnasjóði árið 2019:
Helga Rún Jóhannsdóttir, nám til sveinsprófs í bakaraiðn.
Freydís Jóna Guðjónsdóttir, nám til Bs. prófs í sálfræði.
Anna Dröfn Daníelsdóttir, nám til Ma. prófs í læknisfræði.
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir, nám til Bs. prófs í sjúkraþjálfun.
Anton Birgisson, diplómanám í íþróttasálfræði.
Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000.
3. 1907032 Lagt fram til kynningar erindi frá Örnefnanefnd um ensk nöfn á íslenskum stöðum. Í bréfinu er þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp og sporna gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest sig í sessi. Byggðarráð þakkar góða ábendingu og tekur undir mikilvægi þess að nafngifti á örnefnum í íslenskri náttúru séu á íslensku.
4. 1907028 Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gunnar Páll Helgason sækir um, fyrir hönd Hvammstangi Apartment, leyfi til að reka gististað í flokki II að Hvammstangabraut 25. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
5. 1907034 Lögð fram tillaga að skipulagi við vinnu fjárhagsáætlunar 2020.
Tillagan samþykkt samhljóða.
6. 1907033 Bréf frá Guðmundi Hauki, fyrir hönd Kótilettunefndar, um leyfi til að koma minningarskilti um „Bangsa“ Björn Sigurðsson fyrir á Bangsatúni. Byggðarráð fagnar erindinu og vísar því til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.
Magnús Magnússon víkur af fundi undir þessum lið.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.: 15:15