1009. fundur

1009. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

1. Lögð fram fundargerð 13. fundar veituráðs frá 14. ágúst sl.
Fundargerð í einum lið. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með þrem atkvæðum.
2. 1908015 Lögð fram styrkbeiðni frá Blakfélaginu Birnur dagsett 8. júlí sl. þar sem félagið óskar eftir styrk vegna tilnefningar frá Blaksambandi Íslands fyrir húsaleigu á Íþróttamiðstöð vegna mótsins Meistari meistaranna sem mun fara fram 14. september nk. Áður á dagskrá á 1006. fundi byggðarráðs. Styrkbeiðni samþykkt með þrem atkvæðum.
3. 1907036 Lagt fram erindi frá Reykjatanga ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til hækkunar á komugjaldi nemenda í Skólabúðirnar á Reykjaskóla. Gjaldið hefur haldist óbreytt sl. 3 ár. Óskað hefur verið eftir ársreikningi fyrir árið 2018. Erindið verður tekið fyrir þegar hann berst. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
4. Lagt fram fundarboð frá SSNV vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar á Norðurlandi vestra. Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
Hótel Laugarbakki 21. ágúst kl. 12:00
Eyvindarstofu á Blönduósi 21. ágúst kl. 17:00
Félagsheimilinu Ljósheimum 22. ágúst kl. 12:00
Lagt fram til kynningar.
5. Lagt fram til kynningar bréf vegna Grænbókar um flugstefnu fyrir Ísland. Sveitarstjóra falið að senda inn ósk um framlengdan frest fyrir athugasemdir.
6. Lagt fram til upplýsingar bréf vegna fundar um innleiðingu sveitarfélaganna á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Sveitarfélagið stefnir á að senda fulltrúa á fundinn sem haldinn verður á Akureyri laugardaginn 7. september.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.: 14:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?