1010. fundur

1010. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. ágúst 2019 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 

  1.        1908020 Lögð fram fundargerð 12. fundar þjónusturáðs – þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra frá 20. ágúst sl. Einnig lagt fram ársyfirlit 2018, rekstraryfirlit janúar-júní 2019 og yfirlit yfir áætlun almennra framlaga Jöfnunarsjóðs.
  2.       1906031  Lagt fram kjörbréf fulltrúa á aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 5. september nk.  Kjörbréfið samþykkt með þrem atkvæðum og sveitarstjóra falið að undirrita bréfið og senda til Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Byggðarráð skipar Þorleif Karl Eggertsson og Magnús Eðvaldsson og til vara Ingveldi Ásu Konráðsdóttur og Sigríði Ólafsdóttur.
  3.     1908022 Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundar stjórnar SSNV. Byggðarráð Húnaþings vestra tekur undir áhyggjur stjórnar SSNV af framlögðum tillögum Vegagerðarinnar um framkvæmd almenningssamgangna í landshlutanum.  Almenningssamgöngur eru verkefni á ábyrgð ríkisins og eiga því að vera fjármagnaðar að fullu af ríkinu. Hins vegar er mikilvægt að heimamenn hafi aðkomu að útfærslu og leiðavali.
  4.    Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu  um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Frestur til að skila inn umsögnum er til 10. september nk.
  5.   1908024 Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu þar sem er ítrekað erindi frá 19. mars og 4. júní sl. þar sem kallað var eftir jafnréttisáætlun sveitarfélagsins ásamt framkvæmdaáætlun.  Erindinu er vísað til næsta fundar félagsmálaráðs.
  6.   Lögð fram til kynningar áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 14:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?