Afgreiðslur:
- Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir mætir til fundar fyrir hönd íbúa á Vatnsnesi og í Vesturhópi. Hún kynnti fyrirhugaðar aðgerðir íbúa fyrir bættum Vatnsnesvegi. Setja á upp skilti á fjölförnustu staðina þar sem heimamenn óska eftir aðstoð ferðamanna við að ýta á stjórnvöld að laga veginn. Ferðamenn eru hvattir til að taka myndir af þekktum ferðamannaperlum og merkja á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #vegur711 og skrifa texta við myndina sem segir frá baráttu íbúa og ástandi vegarins. Byggðarráð þakkar íbúum fyrir frumkvæðið og að vekja athygli á slæmu ástandi Vatnsnesvegar. Byggðarráð tekur undir áhyggjur íbúa við veg 711 og ítrekar mikilvægi þess að vegur um Vatnsnes komist komist inn á samgönguáætlun við endurskoðun hennar nú í haust. Einnig vill byggðarráð árétta að vegur 711 var settur í forgang í samgöngu- og innviðaáætlun SSNV sem samþykkt var sl. vor.
- 1906045 Lagður fram til samþykktar ársreikningur Reykjatanga vegna ársins 2018.
- 1809028 Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarfélags Húnaþings vestra vegna ársins 2018.
- 1808001 Lögð fram lokaskýrsla frá Olgu Lind Geirsdóttur vegna styrkveitingar úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir verkefnið Lopalind. Byggðarráð samþykkir skýrsluna og að eftirstöðvar styrksins verði greiddar út.
- 1908029 Erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir umsögn vegna eftirfarandi umsókna skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði og skemmtanahald og reglugerðar nr. 1277/2016 um sama efni:
a) Ólafur Jóhann Ólafsson f.h. Skin ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Efra Fossi, 500 Staður. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
b) Gunnar Páll Helgason sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hvammstangabraut 25, 530 Hvammstanga. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra
6. 1909012 Lögð fram fundargerð 873. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst sl.
7. 1909020 Lögð fram fundargerð 47. fundar SSNVfrá 3. september sl.
8. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 28. ágúst sl. fundargerð í 3. liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
9. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 28. ágúst sl. fundargerð í 4. liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
10. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir sviðsstjóri og Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri mæta til fundar. Ræddar voru hugmyndir um sumaropnun á leikskólanum.
11. Starfsmannamál – frestað til næsta fundar.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.: 15:03