Afgreiðslur:
- 1909033 Lagt fram erindi frá Farskólanum þar sem farið er yfir starfsemi skólans og áherslur hans á komandi starfsári. Í bréfinu er einnig sótt um áframhaldandi vildargjald að upphæð 230.000 kr. fyrir árið 2020. Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
- 1909037 Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilis sveitarfélags. Byggðarráð hafnar erindinu.
- 1909047 Erindi frá Sýslumanni, beiðni um afskrift vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda, óinnheimtanlegar kröfur, að upphæð kr. 190.456. auk vaxta. Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift.
- 1909049 Lögð fram til kynningar starfsskýrsla og rekstraráætlun Skólabúðanna á Reykjum. Starfsskýrslu er vísað til fræðsluráðs Húnaþings vestra sem fer með faglegt eftirlit Skólabúðanna sbr. 6. gr. samnings um reksturs skólabúða á Reykjum í Hrútafirði.
- 1909052 Lögð fram til kynningar fundargerð þjónusturáðs vegna málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 10. september sl. Byggðarráð leggur áherslu á að þjónustuþegar finni sem minnst fyrir þeirri breytingu sem nýtt fyrirkomulag hefur í för með sér. Byggðarráð telur mikilvægt yfirfærslan verði unnin faglega og þjónustuþegum farsæl og leggur til að Jenný Þórkatla Magnúsdóttir verði skipuð í starfshóp með fulltrúum allra sveitarfélaga til að vinna að yfirfærslu verkefna og þjónustu.
- 1903013 Lagt fram bréf frá frá umboðsmanni Alþingis, dags. 11. september 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um meðferð og afgreiðslu umsókna um félagslegt húsnæði. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir vék af fundi undir þessum lið.
- 1908035 Lagt fram bréf frá Erlu B. Kristinsdóttur dags. 29.08.2019 þar sem hún bendir á mikilvægi þess að setja upp gangbraut á Kirkjuveg vegna aukinnar umferðar skólabarna yfir skólatímann. Byggðarráð þakkar Erlu fyrir ábendinguna og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.
- 1909038 Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Þyt dags. 13. september 2019 þar sem óskað er eftir óverulegri breytingu á svæðisafmörkun hestaíþróttasvæðis í deiliskipulagi Kirkjuhvamms á Hvammstanga. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.
Samþykkt að taka á dagskrá:
9. Sumaropnun leikskóla. Byggðarráð leggur til að farið verði í tilraunaverkefni um heilsársopnun í Leikskólanum Ásgarði árin 2020 og 2021. Byggðarráð felur fjölskyldusviði að koma með tillögu að útfærslu á heilsársopnun leikskólans.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.: 14:54