1014. fundur

1014. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 23. september 2019 kl. 13:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 

  1.  1909050 Bréf frá Aðalheiði Böðvarsdóttur þar sem hún vekur athygli á bágu ástandi fyrrum skólahúsnæði Barnaskóla Staðarhrepps. Hún leitar jafnframt eftir samstarfi við sveitarfélagið og velunnara hússins um að koma húsnæðinu í viðunandi horf svo hægt sé að leigja það til listamanna. Byggðarráð þakkar Aðalheiði Böðvarsdóttur bréfið og fagnar áhuga og  tillögum um starfsemi í húsum sveitarfélagsins sem ekki eru í reglulegri notkun.  Skólahúsnæði Barnaskóla Staðarhrepps er í sameiginlegri eigu ríkis- og sveitarfélagsins og því hefur sveitarfélagið ekki fullan umráðarétt yfir húsinu. Byggðarráð lýsir áhuga á að finna húsinu hlutverk og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
  2.      1909063 Tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Núpsdalstunguvegar nr. 7079-01 af vegaskrá.
  3.    1909064 Tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Skálholtsvíkurvegar nr. 6478-01 af vegaskrá.
  4.       50 ára afmæli Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Byggðarráði Húnaþings vestra var falið af sveitarstjórn að skipa undirbúningshóp  vegna 50 ára afmælishátíðar Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Undirbúningshópnum er falið að gera tillögu að dagskrá og framkvæmd afmælishátíðar. Byggðarráð skipar Jóhann Albertsson, Elínu Lilju Gunnarsdóttur og Louise Price í hópinn.  Undirbúningshópurinn skili inn tillögu að dagskrá og skipulagi afmælishátíðar ásamt kostnaðargreiningu fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar 10. október nk

5.      Skólabúðirnar Reykjaskóla – Reykjatangi ehf.

Lagður var fram til kynningar ársreikningur Reykjatanga ehf.  

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 13:58

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?