1023. fundur

1023. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

 

Afgreiðslur:

  1.       1911013 Erindi frá Sýslumanni, beiðni um afskrift vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda, óinnheimtanlegar kröfur, að upphæð kr. 562.414. auk vaxta. Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift.
  2.      1911005 Lögð fram styrkbeiðni frá Landgræðslunni vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið, fyrir árið 2019. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
  3.     1911014 Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir stuttri samantekt ásamt gögnum sem varða gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  4.     1911015 Lagt fram til kynningar minnisblað frá lögfræði- og velferðasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um akstursþjónustu í rýmum og úrræðum skv. lögum um málefni aldraðra.
  5.     1911017 Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fram koma leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla.
  6.    1911016 Lögð fram drög að samþykktum fyrir Félagsheimilið Víðihlíð. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
  7.    1911018 Lagt fram erindi frá Guðrúnu Karlsdóttur vegna Stóru Borgar ytri 2. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðið að nýta forkaupsrétt á hluta Guðrúnar í Stóru Borg ytri 2. Byggðarráð leggur til að forkaupsréttur sveitarfélagsins verði ekki nýttur.
  8.   1911019  Lagt fram bréf frá Selasetri Íslands þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á að gerast aðili að Cruise Iceland sem er forsenda þess að laða skemmtiferðaskip til Hvammstanga. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna forsendur fyrir aðild sveitarfélagsins að Cruise Iceland.
  9.    Skólabúðirnar Reykjum. Karl Örvarsson kom til fundar. Samningur um Skólabúðirnar rennur út um mitt næsta ár. Farið var yfir starfsemi Skólabúðanna og ræddar forsendur fyrir nýjum samningi um rekstur skólabúðanna. Björn Bjarnason rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 10:39

Var efnið á síðunni hjálplegt?