1028. fundur

1028. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 

 

  1.      2001015  Lagt fram fundarboð á félagsfund Veiðifélags Miðfirðinga sem haldinn verður í  Laxahvammi laugardaginn 25. janúar kl. 13:00. Byggðarráð skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Húnaþings vestra á fundinum og oddvita til vara.
  2.     2001015 Lögð fram til kynningar drög að samningi Veiðifélags Miðfirðinga og FHD ehf. um rétt til stangveiði á félagssvæði Veiðifélags Miðfirðinga.
  3.     2001018 Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla, lagt fram til kynningar.
  4.     2001012 Lagt fram bréf frá Þorvaldi Björnssyni þar sem hann óskar eftir að taka ótímabundið á leigu eldhúsið í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Byggðarráðs samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.
  5.     2001010 Lögð fram til kynningar skýrsla um rekstur tjaldsvæðisins á Borðeyri.
  6.     Lagt fram erindi frá íþrótta- og tómstundarfulltrúa þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar.  Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að auglýsa hana á vefsíðu sveitarfélagsins.
  7.      Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla.
  8.     Fyrir fundinum lágu drög að verksamningi milli Húnaþings vestra og Vinnuverndar ehf. um trúnaðarlæknisþjónustu og útlistun á þjónustu trúnaðarlæknis.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 10:04

Var efnið á síðunni hjálplegt?