1035. fundur

1035. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 2. mars 2020 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.       2002036  Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu um barnvæn sveitarfélög.  Í kjölfar samstarfs UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytisinssem undirritað var 18. nóvember sl. hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu barnvænt Ísland.
  2.      2002040  Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðið eru uppá námsferð til Noregs fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn vegna áforma Alþingis um sameiningu sveitarfélaga. 
  3.      2002038  Lagt fram bréf vegna Háskólalestarinnar.  Í bréfinu leitar Háskóli Íslands eftir samstarfi við sveitarfélagið um að bjóða íbúum Húnaþings vestra upp á vísindaveislu 16. maí nk.   Byggðarráð fagnar komu háskólalestarinnar í Húnaþing vestra og samþykkir að fara í samstarf við Háskóla Íslands um vísindaveislu í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 16. maí nk.
  4.     Þorsteinn Sigurjónsson veitustjóri kemur til fundar. Þorsteinn fór yfir starfsemi og stöðu vatnsveitna sveitarfélagsins sem eru á Hvammstanga, Laugarbakka, Reykjaskóla og Borðeyri.   
  5.     Sigurður Ágústsson skólastjóri kom til fundar og fram var haldið umræðu frá 1024. fundi byggðarráðs 2. desember sl. um akstur skólabarna í og úr skipulögðum skólaferðum. Byggðarráð samþykkir tillögu skólastjóra að skólaakstur verði eftir valgreinaferð í mars og 10. bekkjar ferðalag í maí.  Aukinn kostnaður vegna þessa verður tekinn af öðrum liðum í rekstri skólans.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 11:28

Var efnið á síðunni hjálplegt?