Afgreiðslur:
- 2003026 Lögð fram til kynningar fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- 2003027 Lögð fram til kynningar fundargerð 53. fundar stjórnar SSNV.
- 2003008 Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Landssamtaka landeiganda á Íslandi sem haldinn verður þann 19. mars nk. á Hótel Sögu og hefst kl. 15:00.
- 2003007 Lögð fram til kynningar fundargerð 420. fundar Hafnarsamband Íslands.
- 2003012 Lagt fram erindi frá Leikflokk Húnaþings vestra, þar sem sótt er um niðurfellingu á leigu vegna leikæfinga. Byggðarráð samþykkir niðurfellingu á leigu á æfingatímabilinu 10. mars – 20. apríl samkvæmt ákvæði í gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga. Afsláttur frá gjaldskrá vegna æfinga er stuðningur Húnaþings vestra við menningarstarf.
- 2003030 Ráðning húsvarðar við Félagsheimlið Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að ráða Ragnar Heiðar Ólafsson í stöðu húsvarðar.
- 2003031 Lögð fram til kynningar ástandsmat á Klapparstíg 4, Félagsheimilinu Hvammstanga sem unnin var af verkfræðistofunni Ferill ehf.
Ástandsmatið er unnið í þeim tilgangi að fá yfirsýn yfir ástand fasteignarinnar og því nauðsynlega viðhaldi sem gera má ráð fyrir að ráðast þurfi í á komandi misserum. Frumkostnaðarmat við endurbætur á fasteigninni hljóðar upp á kr. 192.700.000.-
8. 2001012 Lagt fram erindi frá Þorvaldi Björnssyni sem frestað var á 1028. fundi byggðarráðs. Þar sem hann óskar eftir að leigja eldhúsið í Félagsheimilinu Hvammstanga um óákveðinn tíma. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er talið mögulegt að setja eldhúsið í Félagsheimilinu Hvammstanga í fasta leigu um óákveðinn tíma.
Samþykkt að taka á dagskrá:
9. 2003034 Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV þar sem vakin er athygli á því að tillögur að breytingum á samþykktum og þingsköpum SSNV skulu sendar stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir ársþing eða eigi síðar en 27. mars 2020.
10. 2003033 Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna COVID-19. Einnig er bent á að búið er að uppfæra Landsáætlun um heimsfaraldur sem er að finna á vefsíðu Almannavarna og Embætti landlæknis.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:59