Afgreiðslur:
- 2003050 Lagt fram til kynningar boð á 28. ársþing SSNV sem fyrirhugað er að halda á Hótel Laugarbakka 17. og 18. apríl nk.
2. 2003029 Lagt fram bréf frá sameiningarnefnd sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar dagsett 2. mars 2020. Markmið nefndarinnar er að undirbúa tillögu til sveitarstjórna um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður og hvaða sveitarfélög skuli eiga aðkomu að viðræðunum. Gert er ráð fyrir að tillaga nefndarinnar liggi fyrir í lok apríl.
Í bréfinu kemur fram að á fundi sameiningarnefndar þann 25. febrúar 2020 hafi verið ákveðið að kanna áhuga annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á því að taka þátt í sameiningarviðræðum. Óskað er eftir því að sveitarstjórnir Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar taki afstöðu til þess hvort þau hafi áhuga á þátttöku í sameiningarviðræðum með sveitarfélögum í Austur-Húnavatnssýslu. Óskað er svara fyrir 7. apríl næstkomandi.
Byggðarráð Húnaþings vestra þakkar erindi frá sameiningarnefnd sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Góð reynsla hefur verið af farsælli sameiningu sjö hreppa í Vestur-Húnavatnssýslu árið 1998 og sameiningu Húnaþings vestra og Bæjarhrepps árið 2012.
Byggðarráð Húnaþings vestra telur eðlilegt að áður en víðtækar og á margan hátt flóknar sameiningar sveitarfélaga í öllum landshlutanum komi til umræðu verði reynt á sameiningarvilja þeirra sveitarfélaga í landshlutanum sem eigi að baki áratugalangt og náið samstarf innan afmarkaðra svæða hans.
3. 2003043 Lagt fram bréf frá Þórði Má Sigfússyni skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir umsögn skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir tildrögum og ástæðum endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu tildrögum, forsendum, stöðu og gildandi stefnu, samráði, tímaferli og umhverfismati. Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfissráðs.
4. 1911053 Sigurður Ágústsson og Guðrún Lára Magnúsdóttir mæta til fundar og fram var haldið umræðu frá 1024 fundi byggðarráðs 2. desember sl. um framkvæmd aksturs leikskólabarna. Fyrir fundinum lá minnisblað vegna athugasemda skólabílstjóra um framkvæmd aksturs leikskólabarna og tillögur frá skólastjórnendum og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Byggðarráð þakkar Sigurði og Guðrúnu Láru gagnlegar umræður. Byggðarráð telur að í núgildandi reglum um akstur leikskólabarna í skólabílum komi fram hvernig framkvæmd skuli hagað. Byggðarráð telur mikilvægt að reynsla aksturs leikskólabarna á þessum vetri verði nýtt til að þróa og styrkja samstarf milli bílstjóra og leikskóla með hagsmuni barnanna í huga.
5. 2003057 Lögð fram 1. útgáfa viðbragðsáætlunar Húnaþings vestra við heimsfaraldri inflúensu. Þorleifur Karl Eggertsson oddviti sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkir framlagða viðbragðsáætlun Húnaþings vestra.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:12