Afgreiðslur:
1. 2003061 Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsheimilisins Ásbyrgis fyrir árið 2019.
2. 2003067 Lögð fram til kynningar auglýsing dagsett 18. mars 2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Einnig lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. mars 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. Til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku er öllum sveitarstjórnum heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir:
• Að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins, án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélags séu erfiðar eða mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins.
• Að ákveða að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði.
• Að ákveða að valdsvið nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í samþykktum sveitarfélagsins.
• Að fela fastanefnd eða einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins fullnaðarafgreiðslu tiltekinna mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélags og lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn, þrátt fyrir að kveðið sé um annað í samþykktum sveitarfélagsins.
• Að ákveða að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna, nr. 22/2013.
3. 2003060 Lagt fram til kynningar uppgjör Sveitarfélagsins Skagafjarðar á greiðslum aðildarsveitarfélaga um rekstur málefna fatlaðs fólks árið 2019.
4. 2003068 Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótarfélags Íslands sem varðar styrktarsjóð EBÍ. Sveitarstjóra falið að kanna hvaða verkefni sveitarfélagsins gætu fallið undir reglur um styrkúthlutun.
5. 2003077 Lögð fram til kynningar fundargerð 421. fundar Hafnarsambands Íslands frá 20. mars sl. og fundargerð 22. fundar Siglingaráðs frá 6. febrúar sl.
6. 2003079 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 16. mars sl. og 18. mars sl.
Samþykkt að taka á dagskrá:
7. 2003023 Lögð fram umsókn frá Hoffelli ehf. um byggingarlóð undir parhús að Bakkatúni 3. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Bakkatún 3 á Hvammstanga.
8. 2003024 Lögð fram umsókn frá Hoffelli ehf. um byggingarlóð undir parhús að Bakkatúni 5. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn um lóðina Bakkatún 5 á Hvammstanga.
Deiliskipulag Túnahverfis gerir ráð fyrir að hægt sé að byggja par- eða raðhús yfir lóðarmörk samliggjandi lóða.
9. 2003044 Erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10 gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Ingvar Helgi Jakobsson sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:31