1039. fundur

1039. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 6. apríl 2020 kl. 14:00 í fjarfundi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.      2003033 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga . Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili - COVID-19.
  2.      2003033 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu  verkefna í aðgerðapakka sveitarfélaga um viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum.
  3.      2003086 Lagt fram erindi frá Skólabúðunum á Reykjum þar sem óskað er eftir niðurfellingu á leigu á Reykjaskóla meðan lokað er vegna COVID-19. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum um áhrif lokunar á áætlaða rekstrarniðurstöðu, tekjur og gjöld, þeirra mánaða sem um ræðir í samanburði við sama tímabil síðasta árs.
  4.     2003033 Lagt fram til kynningar minnisblað frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa.
  5.     2004014 Lagt fram bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands þar sem ÍSÍ hvetur sveitarfélög til að eiga samtöl við sín íþróttafélög og vera vakandi gagnvart þróun mála. Byggðarráð telur mikilvægt að sem flestir iðkendur geti að samkomubanni loknu haldið áfram að stunda skipulagt íþróttastarf. Byggðarráð hyggst fylgjast með þróun mála og er tilbúið til frekara samtals við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
  6.     2003093 Flugklasinn 66N, starf flugklasans 12. október 2019-31. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
  7.     2004012 Selasetur Íslands. Ársreikningur 2019 lagður fram til kynningar.
  8.     2003087 Lögð fram til kynningar fundargerð 880. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  9.     2004009 Viðbragðsáætlun almannavarnanefnda á Norðurlandi vestra, lögð fram til kynningar.
  10.   2003090 Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að Guðrún Ragnarsdóttir hefði sagt starfi sínu lausu.  Guðrún hefur unnið hjá sveitarfélaginu frá árinu 1981, fyrst hjá Hvammstangahreppi og síðan Húnaþingi vestra eða í tæp 39 ár.  Guðrún hefur unnið með 11 sveitarstjórnum og 7 sveitarstjórum á þessum 39 árum.  Byggðarráð Húnaþings vestra þakkar Guðrúnu afar farsælt og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins og íbúa þess í áratugi. Byggðarráð óskar Guðrúnu velfarnaðar á komandi árum.
  11.  Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um möguleg áhrif COVID-19 á rekstur sveitarfélagsins. Í minnisblaðinu er farið yfir þá tekjuliði sem ljóst er að munu skerðast vegna COVID-19 og hvernig haldið verði utan um upplýsingar um mögulegt tekjutap sveitarfélagsins.  Einnig er farið yfir hvernig haldið verður utan um þann kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir vegna COVID-19.

 

Samþykkt að bæta á dagskrá:

 12.  Skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði.  Í vor rennur út samningur við Reykjatanga ehf. um rekstur skólabúða á Reykjum. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu leggur byggðarráð til að núgildandi samningur verði framlengdur um eitt ár.  Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Reykjatanga ehf. um framlengingu samningsins.

13.  Skrifstofa Húnaþing vestra. Í ljósi uppsagnar Guðrúnar Ragnarsdóttur leggur byggðarráð til að verkefni og skipulag skrifstofunnar verði skoðað.  Byggðarráð felur formanni byggðarráðs og sveitarstjóra að fara yfir mannaflaþörf og skipulag verkefna skrifstofunnar.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 15:35

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?