Afgreiðslur:
- 2004031 Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem hvatt er til átaks í merkingu gönguleiða á Norðurlandi. Byggðarráð þakkar erindi Markaðsstofunnar. Hnitsetning gönguleiða í sveitarfélaginu er ein af hugmyndum Umhverfissviðs um átaksverkefni sem hægt er að ráðast í vegna áhrifa af völdum COVID-19 sbr. 9. lið á dagskrá fundarins.
- 2003055 Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem tilkynt er um frestun aðalfundar Lánasjóðsins 2020 um óákveðinn tíma. Einnig eru kynnt viðbrögð Lánasjóðsins vegna COVID-19.
- 2004015 Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar þjónusturáðs – þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra, einnig lagt fram til kynningar ársyfirlit fyrir 2019.
- 2004033 Lögð fram til kynningar fundargerð 54. fundar SSNV frá 7. apríl sl.
- Fasteignagjöld, frestun gjalddaga. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kemur inn á fundinn og fer yfir tillögu að fyrirkomulagi um innheimtu fasteignagjalda. Til að einfalda framkvæmd við innheimtu verði reikningar gefnir út samkvæmt auglýsingu um álagningu fasteignagjalda 2020. Gjalddagar verði samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar frá 325. fundi 22. mars sl. Með þessu gefst aukinn sveigjanleiki við greiðslu fasteignagjalda. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
- Ína Björk Ársælsdóttir kom til fundar. Ína Björk fór yfir undirbúning og framkvæmd vinnuskólans sumarið 2020.
- Björn Bjarnason kemur til fundar og gerir grein fyrir ástandi Hvammstangahafnar þar sem komið hefur í ljós að ráðast þarf í dýpkunarframkvæmdir þar sem áburðarskip tók niður í hafnarmynninu nú í apríl. Lögð fram tillaga að bókun:
„Byggðarráð telur afar mikilvægt að farið verði í dýpkunarframkvæmdir á árinu 2020 þar sem ljóst þykir að sandur heldur áfram að safnast í höfnina og mögulega verður hún ófær næsta vor fyrir stærri skip. Byggðarráð óskar eftir því við Vegagerðina að þeir taki þátt í kostnaði við framkvæmdina vegna mikilvægi hafnarinnar fyrir flutninga inn á svæðið. Byggðarráð bendir á að reynslan sýnir að dýpka þarf höfnina á tveggja til þriggja ára fresti og því leggur byggðarráð áherslu á að dýpkun hafnarinnar komist inn á samgönguáætlun sem og eðlilegt viðhald hafnarmannvirkja á Hvammstanga.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.
Björn fór yfir stöðu framkvæmda við Grunnskóla Húnaþings vestra. Jarðvinnuframkvæmdir eru á áætlun og opnun tilboða fyrir uppsteypu verður föstudaginn 24. apríl. Björn lagði fram tillögu að útboðum fyrir raflagnir og pípulagnir og þar verði um lokað útboð að ræða. Eftirtöldum aðilum verður gefin kostur á að bjóða í verkin. Pípulagnir: Stefánsson ehf. og N1 pípari ehf. Raflagnir: Tengill ehf., Átak rafmagnsverkstæði ehf., Ingimar Sigurðsson og Raflína ehf. Tillaga rekstrarstjóra um lokað útboð á raflögnum og pípulögnum samþykkt með þremur atkvæðum.
8. Þorsteinn Sigurjónsson kemur til fundar. Vatnsnotkun á Hvammstanga hefur farið vaxandi og er töluverð aukning á milli áranna 2018 og 2019. Árið 2018 var notkunin 1.395 m3/dag en hafði aukist í 1.621 m3/dag að meðaltali árið 2019, sem er 16% aukning milli ára. Vatnsöflun hefur haldist svipuð en notkunin er farin að nálgast vatnsöflunina. Byggðarráð felur veitustjóra að vinna að úttekt á stöðu vatnsveitna í sveitarfélaginu og áætlun til lengri tíma um vatnsöflun og endurnýjun lagna.
9. Átaksverkefni á Norðurlandi vestra. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl sl. að verja allt að 50 milljónum á næstu mánuðum í átaksverkefni vegna áhrifa COVID-19 til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Auglýst var eftir hugmyndum að átaksverkefnum sem hægt væri að ráðast í hratt og örugglega með það að markmiði að efla atvinnu- og menningarlíf í landshlutanum. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað, sem unnið var með sviðsstjórum og forstöðumönnum hjá sveitarfélaginu, með hugmyndum að verkefnum sem hægt er að ráðast í á næstu mánuðum. Sveitarstjóra falið að senda inn hugmyndir í samræmi við umræðu á fundinum.
Samþykkt að taka á dagskrá.
10. Úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða árið 2020. Á Norðurlandi vestra hefur ferðaþjónusta verið að eflast á undanförnum árum. Í ljósi þess er mikil þörf á uppbyggingu innviða ferðamannastaða í landshlutanum. Í úthlutunum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða virðist ríkja ósamræmi eftir landshlutum. Lítið fjármagn hefur borist á Norðurland vestra og í viðbótarúthlutun framkvæmdasjóðsins hlaut ekkert verkefni á svæðinu brautargengi. Byggðarráð Húnaþings vestra harmar niðurstöðu úthlutunarinnar þar sem viðbótarúthlutunin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að hraða uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum um land allt. Byggðarráð tekur undir afstöðu stjórnar SSNV að nauðsynlegt er að ákveðinn hluti fjármuna framkvæmdasjóðsins fari til svæða sem skemur eru á veg komin í uppbyggingu innviða til að nýta þann tíma sem nú skapast til uppbyggingar.
11. Dagur umhverfisins. Stóri plokkdagurinn verður haldinn á Degi umhverfisins 25. apríl næst komandi. Byggðarráð felur umhverfisstjóra að auglýsa Stóra plokkdaginn á miðlum sveitarfélagsins og hvetja íbúa til þátttöku.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:29