Afgreiðslur:
- 2004053 Lagt fram bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn samkv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sjávarborg ehf. sækir um leyfi til að reka veitingahús í flokki II. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
- Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
- 2004044 Fundargerðir stjórnar Markaðsskrifstofu Norðurlands frá 6. apríl og 21. apríl sl.
- 2004057 Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl sl.
- 2004058 Fundargerð Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl sl.
- Lögð fram tillaga að breytingum á úthlutunarreglum atvinnu- og nýsköpunarsjóðs 2020. Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra að auglýsa styrki úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði.
- Lögð fram drög að reglum um námsstyrki starfsmanna Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir framlögð drög að reglum um námsstyrki starfsmanna Húnaþings vestra.
- Eldur í Húnaþingi. Frestað.
Samþykkt að taka á dagskrá.
6. Erindi frá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar fyrir hönd Jóhannesar Geirs Gunnarssonar og Stellu Drafnar Bjarnadóttur vegna fjallskila jarðarinnar Efri-Fitja í Húnaþingi vestra. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Landbúnaðarráði.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8:54