1041. fundur

1041. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 4. maí 2020 kl. 08:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.      2004053 Lagt fram bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn samkv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sjávarborg ehf.  sækir um leyfi til að reka veitingahús í flokki II. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
  2.     Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
    1. 2004044 Fundargerðir stjórnar Markaðsskrifstofu Norðurlands frá 6. apríl og 21. apríl sl.
    2. 2004057 Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl sl.
    3. 2004058 Fundargerð Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl sl.
  3.    Lögð fram tillaga að breytingum á úthlutunarreglum atvinnu- og nýsköpunarsjóðs 2020. Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra að auglýsa styrki úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði.
  4.    Lögð fram drög að reglum um námsstyrki starfsmanna Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir framlögð drög að reglum um námsstyrki starfsmanna Húnaþings vestra.
  5.      Eldur í Húnaþingi.  Frestað.

Samþykkt að taka á dagskrá.

6.      Erindi frá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar fyrir hönd Jóhannesar Geirs Gunnarssonar og Stellu Drafnar Bjarnadóttur vegna fjallskila jarðarinnar Efri-Fitja í Húnaþingi vestra.  Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Landbúnaðarráði.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                            Fundi slitið kl. 8:54

Var efnið á síðunni hjálplegt?