Afgreiðslur:
- Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir tímabilið janúar-mars 2020. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu fjárhagsbókhalds fyrstu 3 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils. Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Ingibjörg Jónsdóttir, mætir á fundinn og fer yfir rekstraryfirlitið.
- Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
- 2005020 Fundargerð 442. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands og drög að ársreikningi.
- 2005011 Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- 2005033 Fundargerð 55. fundar stjórnar SSNV.
- 2005012 Lagt fram fundarboð á fulltrúaráðsfund í Lífeyrissjóðnum Stapa. Fundurinn verður haldinn rafrænt2. júní nk. kl. 16. Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.
- 2005019 Lagt fram bréf frá Handbendi Brúðuleikhús þar sem óskað er eftir niðurfellingu á húsaleigu í Félagsheimilinu Hvammstanga vegna Sumarleikhúss æskunnar, sem er námskeið í leikhús- og leiklistarsmiðju ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 7 – 18 ára. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um námskeiðið, þ.m.t. tímasetningar, kostnaðar- og fjármögnunaráætlun. Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
- 2005018 Lagt fram til kynningar bréf frá Þróunarsjóði innflytjenda þar sem tilkynnt er um styrkveitingu upp á 2 milljónir króna til verkefnisins Fjölmenningarsamfélagið í Húnaþingi vestra. Byggðarráð þakkar fyrir styrkinn sem á eftir að nýtast vel í því fjölmenningarsamfélagi sem Húnaþing vestra er.
- 2005017 Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun um úthlutun sumarátaksstarfa til sveitarfélaga 2020. Vinnumálastofnun kallaði eftir tillögum frá sveitarfélögunum og sótti Húnaþing vestra um 10 störf. 67 sveitarfélög sendu inn óskir sínar um stuðning við sumarstörf námsmanna og atvinnuleitenda til Vinnumálastofnunar. Við úthlutunina var litið til óska sveitarfélaganna og stöðu á vinnumarkaði í einstaka sveitarfélögum. Sveitarfélagið gengur beint frá ráðningu í að hámarki tvo mánuði, enda staðfest að umsækjandi sé námsmaður milli anna í námi og sé 18 ára á árinu eða eldri. Húnaþing vestra fékk úthlutað fjórum störfum og verða þau auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins.
- Reglur um námsmannaafslátt í leikskóla. Fyrir fundinum lágu endurskoðar reglur um námsmannafslátt í leikskóla. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.
- Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Fyrir fundinum lágu endurskoðar reglur um fasteignaskatt til félaga og félagasamtaka. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.
Samþykkt að taka á dagskrá:
9. Erindi frá Selasetri Íslands þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni mann í stjórn setursins til eins árs. Byggðarráð Húnaþings vestra leggur til að Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Selaseturs Íslands og til vara Friðrik Már Sigurðsson.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:19