1050. fundur

1050. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 20. júlí 2020 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Sveinbjörg Rut Pétusdóttir, varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðrún Ragnarsdóttir

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir


Afgreiðslur:
1. Fundargerð landbúnaðarráðs, formaður kynnti.
Fundargerð 176. fundar landbúnaðarráðs frá 15. júlí sl. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
2. Lagður fram til samþykktar ársreikningur Reykjaeigna ehf. fyrir árið 2019.
Byggðarráð samþykkir reikninginn og undirritar.
3. Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Rarik, dags. 9. júlí s.l., þar sem stjórn Rarik óskar eftir að hitta sveitarstjórnarmenn föstudaginn 21. ágúst n.k.
4. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 8.000.000. Viðaukinn er vegna kostnaðar við lagningu ljósleiðara um Vatnsnes kr. 15.000.000 á móti kemur lækkun á liðnum 2190 ófyrirséð um kr. 7.000.000. Kostnaði kr. 8.000.000 verður mætt með lækkun á handbæru fé. Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
5. Reglur um framlagningu viðauka. Lögð fram drög að reglum varðandi viðauka hjá sveitarstjórn Húnaþings vestra. Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 3 atkvæðum.
6. Veitustjóri, Þorsteinn Sigurjónsson mætir til fundar. Þorsteinn kynnti drög að samningi við Tengir ehf. um lagningu ljósleiðara fyrir Vatnsnes. Samningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða, jafnframt er sveitarstjóra falin undirritun hans.
7. Rekstrarstjóri, Björn Bjarnason, mætir til fundar. Björn fór yfir og kynnti stöðu mála varðandi viðbyggingu grunnskólans. Framkvæmdir eru á áætlun.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?