Afgreiðslur:
1. Lagðar fram umsóknir í Húnasjóð 2020. Sjö umsóknir bárust, þar af fimm sem uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum umsækjendum styrk úr Húnasjóði árið 2020:
Jenný Þ. Magnúsdóttir, nám í fjölskylduráðgjöf.
Arnþór Egill Hlynsson, nám í tölvunarfræði.
Svava Lilja Magnúsdóttir, matsveinsnám.
Rakel Rún Garðarsdóttir, nám í ljósmyndun.
Linda Þorleifsdóttir, BA nám í stjórnmálafræði.
Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000.
2. Fundargerð 323. fundar skiplags- og umhverfisráðs
Dagskrárliður 1. nr. 20080x1 vísað til baka til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
Dagskrárliður 2. nr. 20080x2 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 3. nr. 2006009 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 4. nr. 20080x3 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
3. Lagt fram erindi frá Hrafnhildi Brynjólfsdóttur vegna deiliskipulags Hvammstangahafnar. Byggðarráð þakkar erindið, sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. Lögð fram endurskoðuð samþykkt um fráveitu í Húnaþingi vestra til fyrri umræðu.
5. Lögð fram drög að skipulagi við vinnu fjárhagsáætlunar 2021. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:51