1056. fundur

1056. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. september 2020 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Afgreiðslur:
 
1. Endurskoðun úthlutunarreglna Húnasjóðs. 
Fyrir liggur tillaga að breytingum á úthlutunarreglum Húnasjóðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar.  Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. 
2. 2009014 Erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Þyts. 
Vegna umtalsveðrar röskunar á starfi Hestamannafélagsins Þyts á liðnum vetri vegna COVID-19 óskar félagið eftir því að fá engu að síður óskertan styrk frá sveitarfélaginu vegna æskulýðsstarfs félagsins. 
Byggðarráð samþykkir erindið með tveimur atkvæðum. Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. 
3. Erindi frá SSNV vegna tilnefningar fulltrúa í starfshóp um stafræna framþróun sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Á 58. fundi stjórnar SSNV var samþykkt að óska eftir tilnefningu fulltrúa allra sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna í starfshóp um stafræna framþróun sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Elínu Jónu Rósinberg, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, í starfshópinn. 
4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. Fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 24. ágúst sl. lögð fram til kynningar. 
b. Stöðuskýrsla nr. 1 teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 5. júní sl. lögð fram til kynningar. 
c. Stöðuskýrsla nr. 2 teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 22. júní sl. lögð fram til kynningar. 
d. Stöðuskýrsla nr. 3 teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 3. júlí sl. lögð fram til kynningar. 
e. Stöðuskýrsla nr. 4 teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 27. ágúst sl. lögð fram til kynningar. 
 
Samþykkt að taka á dagskrá:
 
5. 2007012 Bakkatún 6 lóðaúthlutun. 
Lagt var fram erindi frá Halldóri Pétri Sigurðssyni dagsett 3. júlí sl. þar sem óskað var eftir útskýringum á því af hverju ekki hafi verið kannaður áhugi hans á að endurnýja umsókn um Bakkatún 6 áður en henni var úthlutað til nýrra umsækjenda.  Sveitarstjóri og formaður byggðarráðs svöruðu erindinu þann 24. júlí sl.  þar sem kemur fram að úthlutun lóðarinnar hafi verið  í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra, þar sem segir í 2. gr.:
 
Eftir að lóð hefur verið úthlutað hefur umsækjandi sex mánuði frá úthlutunardegi til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum og umsókn um byggingarleyfi, að öðrum kosti fellur úthlutunin úr gildi.
 
Lóðinni var fyrst úthlutað til Halldórs Péturs Sigurðssonar og Rúnars Kristjánssonar 12. apríl 2018 og var frestur til 12. október sama ár til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum.  Teikningar bárust ekki innan tilskilins frests. Lóðinni var aftur úthlutað til þeirra á 1001. fundi byggðarráðs 21. maí 2019.  Afgreiðsla byggðarráðs var staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar þann 23. maí 2019.  Frestur til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum var til 23. nóvember 2019. Teikningar bárust ekki innan tilskilins frests og féll því úthlutunin úr gildi samkvæmt reglum þar um.  Lóðinni var úthlutað til núverandi lóðarhafa þann 22. júní 2020.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:53
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?