1058. fundur

1058. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 21. september 2020 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Afgreiðslur:
 
1. 2009034 Lagt fram bréf frá Handbendi brúðuleikhúsi þar sem óskað er eftir afslætti eða niðurfellingu á leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga dagana 9.- 11. október þar sem fram fer HIP alþjóðleg brúðulistahátíð. Samkvæmt ákvæði í gjaldskrá er heimilt  að víkja frá gildandi gjaldskrá. Heimilt er að veita 25% afslátt af gjaldskrá til eiganda eða vegna verkefna í samfélagsþágu. Byggðarráð samþykkir að veita Handbendi brúðuleikhúsi 25% afslátt af gjaldskrá dagana 9.-11. október nk. Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. 
2. 2009037 Fundargerð stjórnar Markasstofu Norðurlands lögð fram til kynningar. 
3. 2009038 Flugklasinn staða september 2020, lagt fram til kynningar. 
4. 2009040 Svar um umsókn sem send var til Byggðastofnunar vegna áskorana sem fylgja COVID-19 í félagsþjónustu og barnavernd.  Húnaþingi vestra er úthlutað fjórum milljónum króna til að koma á móts við aukin kostnað í félagsþjónustu og barnavernd vegna COVID-19. Byggðarráð þakkar úthlutað fjármagn sem nýtist vel vegna þess kostnaðar sem þegar hefur fallið til  á árinu vegna félagsþjónustu og barnaverndar.
5. Bókun vegna sauðfjárræktar.   
Fyrir fundinum lá tillaga að bókun vegna sauðfjárræktar:
„Byggðarráð Húnaþings vestra og sveitastjórnir Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps lýsa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda og seinagangi við birtingu afurðastöðvaverðs haustið 2020. Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein þessara sveitarfélaga og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Í þessum sveitarfélögum var rúmlega 21% af framleiðslu kindakjöts árið 2019. 
Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á þónokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfélagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi.
 
Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Því er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót.
Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr./kg. upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun. 
 
Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu. Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.
 
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum. 
 
Samþykkt að taka á dagskrá:
 
6. Samningur um skólamáltíðir.  Samningur um skólamáltíðir rennur út vorið 2021. Lagt er til að boða Sigurð Ágústson skólastjóra á næsta fund byggðarráðs til að fara yfir framkvæmd samningsins. 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:16
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?