1063. fundur

1063. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. október 2020 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Afgreiðslur:
 
1.   2010069 Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu 2020.  Hlutdeild sveitarfélagsins í Sameignarsjóði EBÍ er 0.953% og greiðsla ársins er kr. 667.100.-
2.    201007x Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga þar sem sveitarfélögunum er gefin kostur á að sækja um frest um framlagningu fjárhagsáætlana. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fresti til að leggja fram fjárhagsáætlun til fyrri umræðu. 
3.   2010053 Lagt fram til kynningar svar frá Tryggingamiðstöðinni vegna bókunar sveitarstjórnar frá 8. október sl. um lokun útibús TM á Hvammstanga.  TM telur óumflýjanlegt að loka útibúinu á Hvammstanga og mun skrifstofa TM á Akureyri taka við umsjón með þjónustu á svæðinu.  Auk þess hefur TM lagt áherslu á stafræna þróun lausna og telur sig vel undirbúin til að þjónusta viðskiptavini á þann máta.  Samningur Húnaþings vestra og TM er til loka árs 2023 og leggur byggðarráð áherslu á að leitað verði eftir tilboðum í tryggingar sveitarfélagsins fyrir lok samningstímans.  Auk þess ítrekar byggðarráð fyrri ósk sína um fund með forsvarsmönnum Tryggingamiðstöðvarinnar. 
4.   2010052 Lagt fram til kynningar svar frá Lyfju vegna bókunar sveitarstjórnar frá 8. október sl.  þar sem sveitarstjórn mótmælti skerðingu á þjónustu við íbúa Húnaþings vestra með styttingu á opnunartíma Lyfju.  Tekinn var til endurskoðunar opnunartími Lyfju á Hvammstanga og verður útibú Lyfju opið frá kl. 11-16 alla virka daga.  Byggðarráð fagnar endurskoðun á opnunartíma og leggur áherslu á að góð dagleg þjónusta skiptir íbúa Húnaþings vestra miklu máli.  
5. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 nr. 5. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð 18.000.000.- 
Lögð er fram eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2020. 
04 Fræðslumál, hækkun launa leik- og grunnskóla 56.100.000
04 Fræðslumál, aðkeypt þjónusta           -19.000.000
04 Fræðslumál, hækkun tekna           -23.000.000
07 Slökkvilið, hækkun launa 3.900.000
Samtals breyting 18.000.000
Viðauki þessi er m.a. gerður vegna þeirra áhrifa sem kjarasamingar hafa haft á rekstur sveitarfélagsins. 
Kostnaði viðaukans verði mætt með lækkun á handbæru fé um kr. 18.000.000
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.   Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið. 
6. 2010063 Boðun á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar boð á XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember nk.  Í ljósi aðstæðna verður landsþingið haldið rafrænt. 
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
a. 2010001 Fundargerð 889. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
b. Fundargerð 427. fundar Hafnarsambands Íslands
c. Stöðuskýrsla nr. 6. Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID19
 
8. Stytting vinnuvikunnar. Sveitarstjóri upplýsti að þegar væri hafin vinna við undirbúning á styttingu vinnuviku starfsmanna sveitarfélagsins. Kallað hefur verið eftir tillögum frá starfsstöðvum sveitarfélagsins að breyttu skipulagi á vinnutíma vegna styttingu vinnuvikunnar.  Hjá dagvinnufólki kemur styttingin til framkvæmda 1. janúar 2021 og vaktavinnufólki 1. maí 2021.  Byggðarráð leggur til að skipuð verði nefnd til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnvikunnar og staðfesta að þær séu innan ramma kjarasamninga. Nefndinni verði falið að skila af sér tillögum til sveitarstjórnar til staðfestingar á síðasta reglulega fundi ársins.  Byggðarráð leggur til að sveitarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu og launafulltrúi skipi þessa nefnd. 
9. Kynnt voru drög að samningi um leigu, hýsingu og innleiðingu á VinnuStund hjá Húnaþingi vestra. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn. 
10. Pétur Arnarsson formaður formaður- skipulags- og umhverfisráðs kom  til fundar. Pétur kynnti fyrirhugaða breytingu á auglýsingu um umferð í þéttbýli í Húnaþingi vestra.  Byggðarráð þakkar Pétri Arnarssyni kynninguna. 
 
 
Bætt á dagskrá
11. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók. 
 
 
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:59
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?