1066. fundur

1066. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður,  Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.    2011009 Lagt fram bréf frá stjórn fjallskiladeildar Vatnsnesinga frá 3. nóvember sl. vegna ráðstöfunar fjárheimilda fyrir árið 2020. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
  2.    Lagt fram til kynningar bréf frá BHM frá 2. nóvember sl. þar sem fjallað er um styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki og óskað er eftir upplýsingum um hvort búið sé að setja á fót vinnutímahópa hjá sveitarfélaginu. Unnið er að styttingu vinnuvikunnar á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins enda er gert ráð fyrir að hún taki gildi 1. janúar 2021 hjá dagvinnufólki og 1. maí 2021 hjá vaktavinnufólki.
  3.   Lagt fram boð á rafrænt hafnarsambandsþing sem haldið verður 27. nóvember nk. Byggðarráð felur sveitarstjóra að sitja þingið.
  4.   2010082 Lagt fram tölvubréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra frá 29. október sl. ásamt fundargerð stjórnar þann 29.október sl. og samþykktum embættisins og fjárhagsáætlun 2021. Byggðarráð telur ekki rétt að fella út hluta af 4. gr. þar sem kveðið er á um aðalfund. Byggðarráð hvetur til þess að skoðaður verði möguleiki á að halda aðalfund Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra gegnum fjarfundabúnað.
  5.  20110xx Lagt fram bréf frá SSNV fh. Samtaka ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu frá 13. október sl. Þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu. Byggðarráð Húnaþings vestra bendir á að fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995. Sveitarfélög mega hvorki né geta afsalað sér lögbundnum tekjustofnum, auk þess sem lítið svigrúm er til að bregaðst við og heimila frestun á greiðslu fasteignagjalda. Breytingar á fasteignagjöldum verða ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og löggjafavalds. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hvetur byggðarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gera nauðsynlegar breytingar á lögum til að lengja megi lögveð fasteignagjalda. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að ganga að fyrirtækjum og einstaklingum sem mögulega lenda í greiðsluerfiðleikum vegna áhrifa COVID-19.
  6.  2011004 Lögð fram til kynningar fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  7.    20110xx Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar stjórnar SSNV.
  8.    Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna dags fórnarlamba umferðaslysa sem haldinn verður 15. nóvember nk.
  9.   Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 7 uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.
  10.  Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem ráðuneytið leitar eftir áhugasömum sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni sem felst í samræmdri móttöku flóttafólks þar sem sveitarfélög, Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur gegna lykilhlutverkum.
  11.  Viðbygging grunnskóla Húnaþings vestra – Björn Bjarnason rekstrarstjóri kom til fundar. Lögð var fram fundargerð vinnufundar rekstrarstjóra, byggingarstjóra, skólastjóra og sveitarstjóra frá 5. nóvember sl. Þar sem rætt var um verkáætlun og í hvaða áföngum viðbyggingin verði tekin í notkun með áherslu á forgangsröðun út frá þörfum nemenda. Lagt er til að haustið 2021 verði matsalur, eldhús og hluti tónlistarskóla tekinn í notkun. Samhliða þarf að ljúka tengingu við núverandi skólabyggingu ásamt fatahengi og snyrtingum í eldra húsi. Byggðarráð leggur til að gerð verði ný verkáætlun sem miðar að þessari forgangsröðun með tilliti til kostnaðar.

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 15:12

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?