Afgreiðslur:
- 2012003 Lagt fram erindi frá UMFÍ þar sem þeir óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um mögulega aðkomu UMFÍ að rekstri skólabúðanna á Reykjum og tækifærum til framtíðar. Byggarráð felur formanni byggðarráðs og sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum UMFÍ vegna málsins.
- 2011054 Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlands vestra, beiðni um afskrift vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda, óinnheimtanlegar kröfur, að upphæð kr. 700.462 auk vaxta. Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift.
- 2011053 Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
- Viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2020. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 24.000.000.-
Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2020.
Skatttekjur, hækkun tekna frá jöfnunarsjóði kr. -30.000.000
Félagsheimili kr. 3.000.000
Íþrótta- og æskulýðsmál, hækkun launa kr. 1.000.000
Veitur, hækkun launa kr. 2.000.000
Samtals breyting: kr. -24.000.000
Ný áætlun frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir hærri tekjum frá sjóðnum en fyrri áætlanir sögðu til um. Því hækkar áætlun um tekjur frá Jöfnunarsjóði um kr. 30 milljónir.
Viðauki þessi er gerður vegna tekjufalls Félagsheimilisins Hvammstanga. Viðauki vegna íþrótta- og æskulýðsmála sem og veitna eru vegna áhrifa nýgerðra kjarasamninga.
Kostnaði viðaukans verði mætt með hækkun á handbæru fé um kr. 24.000.000.
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
5.Viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2020. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 37.000.000.
Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2020.
Grunnskóli, viðbygging kr. 37.000.000
Samtals breyting kr. 37.000.000
Viðauki þessi er gerður þar sem meira verður framkvæmt í viðbyggingu grunnskólans en áætlað var á þessu ári. Viðaukann má einnig rekja til kostnaðaraukningar í uppsteypu.
Kostnaði viðaukans verði mætt með lækkun á handbæru fé um kr. 37.000.000.
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bætt á dagskrá:
6. Viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2020. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 9.600.000.
Málefni fatlaðra, hlutdeild í halla ársins 2020 kr. 9.600.000
Samtals breyting: kr. 9.600.000
Viðauki þessi er gerður vegna hlutdeildar Húnaþings vestra í halla ársins í rekstri málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
7.Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Byggðarráð samþykkir beiðni um tímabundna námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
8. Málefni Jöfunarsjóðs sveitarfélaga. Þann 24. nóvember 2020 bókaði byggðarráð Skagafjarðar svohljóðandi um kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga:
„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins.
Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er.
Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni.“
Byggðarráð Húnaþings vestra tekur undir bókun byggðarráðs Skagafjarðar og gerir að sinni.
9. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Á fundi sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar þann 6. nóvember sl. lýsti sveitarstjórn andstöðu sinni við fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð og skoraði á önnur sveitarfélög í landinu að gera slíkt hið sama. Byggðarráð Húnaþings vestra tekur undir sjónarmið sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar hvað varðar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Lögð er fram eftirfarandi bókun:
„Í umsögnum fjölmargra sveitarfélaga er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarps um Hálendisþjóðgarð og ganga mörg þeirra jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Byggðarráð telur að sú sátt um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sem tilgreind er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé því bersýnilega ekki til staðar.
Byggðaráð Húnaþings vestra áréttar fyrri bókanir sínar um að land innan marka sveitarfélagsins verði ekki hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu. Byggðarráð telur að framkomið frumvarp um Hálendisþjóðgarð taki ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga varðandi sjálfstjórn og leggst alfarið gegn framkomnu frumvarpi um stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Byggðarráð skorar á önnur sveitarfélög í landinu að gera slíkt hið sama og sýna þannig samstöðu í að standa vörð um sveitarstjórnastigið og lýðræðislegan rétt íbúa til að hafa áhrif á ákvörðunartöku er varðar nærumhverfi þeirra.“
Bókunin borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:10