1072. fundur

1072. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 4. janúar 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Afgreiðslur:
 
1. 2012041 Þvottahúsið Perlan. Þvottahúsið Perlan segir upp samningi vegna ræstingar í Nestúni, sameignar Hvammstangabrautar 41 sem og Norðurbrautar 13 þar sem fyrirtækið er að leggja niður ræstingarþjónustu sína. Samningslok verða því 31. mars nk.
Sveitarstjóra og rekstrarstjóra falið að fara yfir framkvæmd þrifa hjá stofnunum sveitarfélagsins og kynna fyrir byggðarráði. 
2. 2012032 Kirkjuvegur 1 loftræsting. Björn Bjarnason rekstarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Þann 16. desember sl. voru opnuð tilboð í verkið „Útboð Loftræsting, Kirkjuvegur 1 Hvammstanga Viðbygging Grunnskóla“ í Ráðhúsi Húnaþings vestra. Eftirfarandi tilboð bárust:
 
Sjörnublikk ehf. kr. 24.859.696
Blikksmiðurinn hf. kr. 21.270.882
Ísloft ehf. kr. 23.353.387
Blikksmíði ehf. kr. 19.914.800
 
Kostnaðaráætlun kr. 25.300.000
 
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Blikksmíði ehf. 
 
3. 2012030 Skrifstofa landbúnaðarmála óskar umsagnar á grundvelli 10. gr. a jarðalaga nr. 81/2004 vegna kaupa Flaums ehf. á jörðinni Núpsdalstungu, nr. 144090. Flaumur ehf. og tengdir aðilar eiga í dag jarðir sem eru samtals 5.548 ha. samkvæmt skilgreiningu jarðalaga, en samkvæmt lögunum er sameign á landi með óskyldum aðilum metin að fullu. Með kaupum fyrrnefndra aðila á Núpsdalstungu er land í þeirra eigu komið umfram lögbundið hámark sem nemur 1.500 ha. Eru kaupin því háð samþykkis ráðherra á kaupunum, sem óskar eftir umsögn Húnaþings vestra vegna þessa sbr. 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga.  
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við kaup Flaums ehf. á jörðinni Núpsdalstungu nr. 144090. 
4. Beiðni um endurnýjun leigusamnings um Lónaborg. Ferðir ehf. hafa óskað eftir endurnýjun leigusamnings um Lónaborg. 
Byggðarráð samþykkir að endurnýja leigusamninginn til þriggja ára, frá 1. maí 2021 – 31. ágúst 2023.
5. Samband íslenskra sveitarfélaga – kynning á fjármögnun stafrænnar þróunar. Í lok október sl. hóf störf stafrænt ráð til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga. Ráðið er skipað fulltrúum landshlutanna sem tilnefndir voru af landshlutasamtökum sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. Kostnaður vegna ráðsins verði greiddur af þeim sveitarfélögum sem taka þátt í verkefninu, en verkefnið er tímabundið til tveggja ára. 
Byggðarráð samþykkir að Húnaþing vestra taki þátt í verkefninu. 
6. 2012031 Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna yfirferðar ráðuneytisins á samningum sveitarfélaga sem fela í sér samstarf þeirra á milli. 
Sveitarstjóra falið að svara erindinu. 
7. 2012028 Bréf frá Landgræðslunni lagt fram til kynningar þar sem farið er yfir upplýsingar vegna uppgræðsluverkefna á árinu 2020. Í Húnaþingi vestra voru 18 þátttakendur í verkefninu Bændur græða landið árið 2020.
8. Bréf Velferðarvaktarinnar. Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19 lagðar fram til kynningar, en tillögurnar voru áframsendar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem tók þær fyrir á 892. fundi sínum þann  þann 11. desember sl. 
9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
a. Stöðuskýrsla nr. 9 teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 22. desember sl.
b. Fundargerð 15. fundar Þjónusturáðs – þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra frá 18. desember sl.
c. Fundargerð 429. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 26. nóvember sl.
d. Fundargerð 430. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 11. desember sl. 
e. Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember sl. 
 
10. Uppsögn slökkviliðsstjóra. Pétur Arnarsson hefur sagt starfi sínu lausu eftir rúm 14 ár í starfi. Pétur hefur verið í leyfi frá störfum sl. ár og hyggst ekki snúa til baka að leyfi loknu. Byggðarráð þakkar Pétri fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. 
Sveitarstjóra er falið að auglýsa starf slökkviliðsstjóra.  
11. Bréf frá umboðsmanni Alþingis. Björn Líndal Traustason hefur leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun um ráðningu sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra í júní sl. Alls bárust 13 umsóknir um starfið og var Björn meðal umsækjenda. Kvörtun Björns lýtur einkum að mati á umsækjendum, valdbærni byggðarráðs og málsmeðferð að öðru leyti við undirbúning ákvörðunar um ráðningu sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.  
 
Áður hafði Lára V. Júlíusdóttir hrl. f.h. Björns Líndals Traustasonar kallað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun um ráðningu. Þann 14. júlí sl. var Láru V. Júlíusdóttur sendur ítarlegur rökstuðningur um ráðningu í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem m.a. kom fram að loknu mati á þeim 13 umsóknum sem bárust um starfið voru fjórir umsækjendur boðaðir í viðtal. Að loknum viðtölum lá fyrir að einn umsækjandi uppfyllti best hæfnisskilyrði. Í framhaldinu boðaði byggðarráð viðkomandi í annað viðtal. Niðurstöður viðtala við umsækjendur voru kynntar sveitarstjórn. Ákvörðun um ráðningu var svo tekin á fundi byggðarráðs þann 29. júní sl.
 
Þann 10. ágúst ritar Lára V. Júlíusdóttir sveitarfélaginu annað bréf þar sem óskað er eftir að fá afhent öll þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun um ráðningu sviðstjóra fjármála- og stjórsýslusviðs. Þann 8. september barst aftur bréf frá Láru V. Júlíusdóttur þar sem óskað var eftir frekari gögnum.  Báðum þessum beiðnum var svarað af sveitarstjóra í samráði við Intellecta, sem hafði umsjón með ráðningaferlinu.
 
Byggðarráð felur lögfræðingi sveitarfélagsins að svara umboðsmanni Alþingis fyrir hönd sveitarfélagsins. 
 
   Bætt á dagskrá. 
 
12. Lögð er fram eftirfarandi tillaga: Frá og með 1. janúar 2021 verði íbúðinni að Gilsbakka 5 úthlutað af byggðarráði en áður hafði félagsmálaráði verið falið úthlutun íbúðarinnar. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum. 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:09
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?