Afgreiðslur:
- Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Byggðarráð samþykktir tillögu að breyttum reglum með þremur atkvæðum.
- Ársskýrsla og starfsáætlun leikskólans Ásgarðs, lögð fram til kynningar.
- Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 lögð fram til kynningar.
- Hafnarsambandsþing 2020. Lögð fram til kynningar þinggerð 42. þings Hafnarsambands Íslands frá 27. nóvember 2020.
Bætt á dagskrá:
5. Tilnefning í starfshóp. Byggðarráð leggur til að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að vinna tillöguað framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðis í Kirkjuhvammi, innan gildandi deiliskipulags. Í gildandi deiliskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Starfshópnum verði falið að kalla eftir samráði við hagaðila og starfa samkvæmt erindisbréfi sem sveitarstjórn setur hópnum. Byggðarráð leggur til að Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Magnús V. Eðvaldsson sitji í hópnum fyrir hönd sveitarstjórnar og óskað verði eftir tilnefningu fulltrúa frá USVH til setu í starfshópnum. Ína Björk Ársælsdóttir, umhverfisstjóri, verði starfsmaður hópsins.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:26