Afgreiðslur:
1. Ungmennaráð Húnaþings vestra. Til fundar mætti Ungmennaráð Húnaþings vestra og fór yfir starf og verkefni sem ráðið hefur unnið að á síðustu misserum. Byggðarráð þakkar fulltrúum Ungmennaráðs fyrir góðan fund.
2. Grunnskóli Húnaþings vestra, tilboð í málun. Björn Bjarnason rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Þann 2. febrúar sl. voru opnuð tilboð í verkið „Útboð málning, Kirkjuvegur 1. Hvammstanga. Viðbygging grunnskóla“ í Ráðhúsi Húnaþings vestra. Eftirfarandi tilboð bárust:
Maggi málari ehf. kr. 17.697.925
Eiríkur Þór Magnússon kr. 18.997.300
Marinó Björnsson kr. 14.971.443
Garðar Smári Arnarson kr. 22.109.400
Kostnaðaráætlun er kr. 15.449.230
Með bréfi dagsettu 20. febrúar sl. óskar lægstbjóðandi eftir að falla frá tilboði sínu.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við næstlægstbjóðanda Maggi málari ehf.
3. 2102021 Lagt fram tölvubréf frá Eiríki Steinarssyni dags. 10. febrúar sl. þar sem hann óskar eftir framlengingu á launalausu leyfi um eitt ár, þ.e. til ágúst 2022. Á 1077. fundi frestaði byggðarráð afgreiðslu erindisins og óskaði eftir frekari rökstuðningi með vísan í reglur um veitingu á launalausu leyfi hjá Húnaþingi vestra.
Með vísan í reglur um veitingu á launalausu leyfi hjá Húnaþingi vestra heimilar byggðarráð framlengingu leyfisins um eitt ár.
4. 2102022 Lagt fram tölvubréf frá Þorbjörgu Valdimarsdóttur dags. 10. febrúar sl. þar sem hún óskar eftir framlengingu á launalausu leyfi um eitt ár, þ.e. til ágúst 2022. Á 1077. fundi frestaði byggðarráð afgreiðslu erindisins og óskaði eftir frekari rökstuðningi með vísan í reglur um veitingu á launalausu leyfi hjá Húnaþingi vestra.
Með vísan í reglur um veitingu á launalausu leyfi hjá Húnaþingi vestra heimilar byggðarráð framlengingu leyfisins um eitt ár.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:40