Afgreiðslur:
1. Fjárfestingar í Húnaþingi vestra. Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Magnús Jónsson komu til fundar og farið var yfir niðurstöður vinnufundar sveitarstjórnar og atvinnulífsins í Húnaþingi vestra sem haldinn var 28. janúar sl. Á fundinum komu fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu og atvinnuþróun í sveitarfélaginu. Ákveðið var að SSNV hefði frumkvæði að stofnun vinnuhópa í samstarfi við sveitarfélagið til að vinna málið áfram.
2. Bréf frá SSNV vegna breytinga á samþykktum.
Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV þar sem athygli er vakin á því að í samræmi við grein 8.1 í samþykktum og 14. gr. þingskapa SSNV skulu tillögur til breytinga á samþykktum og þingsköpum sendar stjórn í síðasta lagi þann 26. mars nk.
3. Fundargerðir starfshóps vegna teikninga fjölnota rýmis í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Fundargerð 1. fundar frá 3. febrúar sl. lögð fram til kynningar. Fundargerð 2. fundar frá 25. febrúar sl. lögð fram til kynningar.
4. Fundargerðir starfshóps vegna framtíðarsýnar íþrótta- og útivistarsvæðis í Kirkjuhvammi.
Fundargerð 1. fundar frá 8. febrúar sl. lögð fram til kynningar. Fundargerð 2. fundar frá 1. mars sl. lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð 64. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 24. febrúar sl. lögð fram til kynningar.
7. Tilkynning frá Jafnréttisstofu vegna áhrifa nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
Lögð fram til kynningar tilkynning frá Jafnréttisstofu þar sem bent er á að nú hafa tekið gildi tvenn lög sem lúta að jafnréttismálum og leysa þau af hólmi lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnanrétt kvenna og karla. Annars vegar er um að ræða lög nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála og hins vegar lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Í 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála er fjallað um skyldur sveitarfélaga, en um tölverðar breytingar er að ræða frá því að lög nr. 10/2008 voru í gildi. Áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum skulu nú vera víðtækari en að horfa eingöngu til kyns, m.a. skal horfa til laga nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Með hinum nýju lögum er ekki lengur kveðið á um skipun sérstakra jafnréttisnefnda heldur skal sveitarstjórn fela byggðarráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsins að fara með jafnréttismál. Að lokum hvetur Jafnréttisstofa sveitarfélögin til að nýta vel tímann fram að næstu sveitarstjórnarkosningum til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum.
8. Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar
9. Fundargerð 432. fundar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
10. Verðmat Kirkjuvegar 10 og Kirkjuvegar 12.
Lagt fram til kynningar verðmat frá PACTA lögmönnum á Kirkjuvegi 10 og 12 sem eru í jafnri eigu Húnaþings vestra og ríkisins. Sveitarstjóra falið að undirbúa sölu á fasteignunum í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir hönd ríkisins, í því ástandi sem þær eru. Bætt á dagskrá:
11. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.
12. Tónlistarskóli Húnaþings vestra.
Þann 12. febrúar sl. auglýsti Intellecta, fyrir hönd sveitarfélagsins, laust til umsóknar starf skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra með umsókarfresti 1. mars 2021. Sex umsóknir bárust um starfið: Aron Axel Cortes, Elvar Logi Friðriksson, Maria Gaskell, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Skarphéðinn Þór Hjartarson og Þórarinn Stefánsson. Byggðarráð kynnti sér fyrirliggjandi gögn og felur sveitarstjóra og ráðgjafa Intellecta að hafa umsjón með viðtölum og kynna niðurstöður þeirra fyrir byggðarráði.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:29